Samkvæmt heimasíður Alþingis er frumvarp um lögleiðingu ólýmpískra hnefaleika á dagskrá í dag og er það 40.mál á dagskrá. En ekki eru líkur á því að málið verði tekið fyrir í dag vegna umræðu um sölu Landsímans.
Hér fyrir neðan er listi yfir þá þingmenn sem að greiddu atkvæði gegn frumvarpinu á síðasta þingi.Ég skora á alla að sena þeim tölvupóst og skora á þá að snúa við og greiða atkvæði með þessu máli
Þingmenn á móti hnefaleikum
Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins áttu þátt í að fella frumvarpið í fyrra. Þetta voru Guðmundur Hallvarðsson, Hjálmar Jónsson, Katrín Fjeldsted, Pétur H. Blöndal, Sturla Böðvarsson og Árni Ragnar Árnason. Sama gerði gjörvallur þingflokkur VG: Jón Bjarnason, Kolbrún Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Árni Steinar Jóhannsson, Ögmundur Jónasson og Þuríður Backman.
Átta Samfylkingarmenn voru í andstöðuhópnum: Bryndís Hlöðversdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Jóhann Ársælsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Kristján Möller, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir.
Helmingur þingmanna Framsóknar var andvígur boxinu: Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Jónína Bjartmarz, Jón Kristjánsson, Páll Pétursson og Siv Friðleifsdóttir. Þá er aðeins ótalinn Sverrir Hermannsson foringi Frjálslyndra.