King með þungaviktina í greipum sínum
Don King er þessa dagana að ákveða örlög þungaviktarinnar. Hinn demantslagði umboðsmaður ætlar víst að halda hneflaiekaveislu í Peking helgina 4-5 ágúst en hann hefur þegar nefnt bardagann “The Raging in Beijing”. þann 4. ágúst munu Johnny Ruiz og Evander Holyfield mætast í þriðja skiptið (við skulum vona það síðasta) og berjast um WBA beltið. Síðan kvöldið eftir, eða þann 5. ágúst munu svo Hasim Rahman og Brian Nielsen berjast um WBC, IBF og IBO beltin. Þessir bardagar eiga að vera undanúrlsit í “þungaviktar keppni” Kings, en keppnir virðast vera að komast í tísku hjá þessum litríka umboðsmanni því einnig er hin fræga “Milliviktar keppni” hanns í fullum gangi. Úrslitin munu svo fara fram í nóvember í Nígeríu og hefur hann fengið hið smekklega nafn “Hysteria in Nigeria”. Heldur er þungaviktin sokkin djúpt ef að Johnny Ruiz og Brian Nielsen munu berjast um titilin í þungavikt, og heldur er útlitið svart ef að King heldur í þessa fornfrægu titla því að ólíklegt þykir að hann muni hætta á að sleppa þiem frá sér með því að gefa stóru körlunum séns á titilbardaga.