Djöfull er þetta áhugamál hérna dautt svo mér datt í hug að skrifa hérna um nokkra bardaga sem eru á næstunni.
Arturo Gatti gegn James Leija þetta ætti að verða virkilega góður bardagi nema Leija sem er 38 ára mæti í verra formi heldur en hann gerði á móti Bojado og eða skerist fljótlega í bardaganum og bardaginn verði stoppaður.
Leija er töluvert lægri en hann er pressu boxari og ég held hann geti gefið Gatti vandamál en þó Gatti er betri boxari höggþyngri og ég svona held að hann stoppi Leija í kringum 9 lotu.
Cory Spinks gegn Zab Judah 2 fyrri bardaginn fannst mér vera mjög skemtilegur, báðir örfhentir snöggir varnarboxarar fyrst og fremst en samt var þetta alls ekki leiðinlegur bardagi en Zab var slegin niður flush í 11 lotu kom til baka og meiddi Spinks illa á síðustu sekúndum 12 lotu en Spinks átti samt skilið að vinna, hann var aktívari.
ég vona að Zab vinni þennan bardaga því mér fynnst hann virkilega skemtilegur að horfa á og hefur allveg ótrúlega hæfileika en þó held ég að Spinks taki þennan bardaga aftur nema núna verður hann ekki eins jafn, Spinks held ég er snjallari og betur skólaður boxari og Zab hefur bara ekki agann til að sigra hann sannfærandi held ég því miður.
Það er planið að ef Gatti vinnur Leija að í sumar eða byrjun næsta veturs mætist hann og Floyd Mayweather og er það bardagi sem verður geggjaður!
Það er verið að finalisa bardaga milli Tszyu og Ricky Hatton í manchester seinna á árinu en á soldið erfitt með að trúa að sá bardagi verði fyrr en maður sér þá á blaðamanna fundunum og í þeim pakkanum.
já síðan er víst Winky Wright búinn að skrifa undir að berjast við Felix Trinidad sjitt það verður magnaður bardagi!!!
en ég man ekki eftir fleirum í bili