Lögsóknir í allar áttir
svo virðist sem þungaviktin sé að leisast upp í einhverja vitleysu þarsem lögsóknir fljúga í allar áttir, hvorki meira né minna en 5 lögsóklnir hafa átt sér stað á rúmri viku. Fyrst byrjaði Mike Tyson á því að kæra WBC sambandið til að reina að koma bardaga milli hanns og Hasim Rahman í gegn auk þess sem hann heimtaði að WBC mundi grípa til reglugerðar sem banna alla re-match klausur í samningum. Daginn eftir kærði David Tua IBF sambandið fyrir samskonar hluti en hann er góðvinur Hasim Rahman. Síðan í þessari viku kærði Cedric Kushner fyrrvernadi (?) umboðsmaður Hasim Rahman Don King fyrir að hafa “ginnt” Hasim Rahman til að skrifa undir samning við sig og brkjóta þannig núverandi samning sem Rahman hefur við Kushner. Sama dag kærði Lennox Lewis King fyrir sama hlut og krafðist í ofanálag 50 milljón dollara skaðabóta fyrir að það sé verið að hefta rétt hanns til að ná í beltin sín til baka. Síðan nú í dag kærði Panos Eliades, fyrrverandi umboðsmaður Lennox Lewis, Lewis um fáránlegar 572 milljónir dollara fyrir að hafa rift samningum við hann! ég spyr, hversu mikið skítkast þolir ein íþrótt ?