Úr New York Post 30 Desember 2004

“ Mike Tyons ”hélt því raunverulegt“ á Jóladag með því að bjóða kærustunni út að borða á Denny's.Njósnari okkar kom auga á hinn gjaldþrota boxara borðandi á stað hinnar ódýru skyndibitakeðju um miðnætti í Scottsdale, Arisóna, borðandi skyndibitafæði með konu er ekki hafa verið borin kennsl á. Denny's er ekki eingöngu skref niður á við varðandi val Tysons á matsölustöðum heldur er einnig líklegt að Islamstrúar vinir Tysons verði ekkert alltof hrifnir af þessu vali hans á matsölustað þar sem að Denny's var nýlega ákært af svörtum viðskiptavinum er báru við mismunun. Við sögðum frá því í síðasta mánuði að Tyson ætti við þunglyndi að stríða og að hann hefði byrjað að hangan með vafasömum aðilum eftir ósigur hans á móti Breska miðlungsboxaranum Danny Willams. ”

Hér er um alveg STÓRfréttir að ræða og ýmsar spurningar vakna eftir þennan lestur….


Mun stuðningur við Tyson meðal Múslima og etv almennt meðal svarts fólks í Bandaríkjunum minnka í framhald af þessu?

Eru líkur á að hann verði fyrir aðkasti fyrir þessa ákvörðun sína?

Varð Tyson fyrir samskonar mismunum á Denny's og kynbræður hans og systur? Mun Tyson höfða mál
gegn Denny's eða bíta eyru af starfsmönnum?

Er þetta liður í einhverskonar auglýsingaherferð á vegum Denny's til að bæta orðspor sitt meðal blökkumanna í bandaríkjunum?

Mun samband Tysons við þessa konu hafa svipað neikvæð áhrif á hann og hans feril og samband hans á sínum tíma við tálkvendið Robin Grivens?

Mun orka sú er Tyson fékk úr skyndibitafæðinu hafa áhrif á árangur hans innan hringsins?


Nú verður sko spennandi að fylgjast með