Rahman til liðs við Don King!
Cedric Kushner, umboðsmaður Hasim Rahman sagði í dag að Rahman hafi skrifað undir margra milljón dollara samning við hinn hárprúða Don King. Þessar fregnir koma boxheiminum algjörlega á óvart og við þetta detta bæði Lennox Lewis og Mike Tyson algjörlega útúr myndinni. Samkvæmt þessum samningi mun þá Rahman berjast við sigurvegarann úr “Holyfield-Ruiz III” seinna á árinu en verja titilin fyrst á móti hinni uppblásnu blöðru Brian Nielsen frá Danmörku. Þessi samningu gæti orðið til þess að þungaviktin gæti orðið eins og hún var á fyrri hluta 9. áratugarins þegar titlarnir skiptu um eigendur mánaðarlega. Ég vona þunkatviktarinnar vegna að þessar fregnir séu ósannar. Ég held að allir geti verið sammála mér um að Rahman-Ruiz sé heldur óspennandi titilbardagi!