Þann 27 desember 1956 voru samþykkt lög á Alþingi er bönnuðu kennslu, keppni og sýningu hnefaleika. Það var svo ekki nýlega eða þann 18 febrúar 2002 sem að áhugamannahnefaleikar voru leyfðir að nýju og er því hér um að ræða íþrótt sem er enn í mikilli frumþróun. Það gefur einnig augaleið að landsmönnum hefur ekki gefist nægilegt tækifæri til þess að kynna sér þessa íþrótt á við aðrar íþróttir er stundaðar eru hér á landi sökum þess skamma tíma sem liðin er frá því að aftur var byrjað að stunda íþróttina eðlilega.
Mikil þörf er á fleiri keppendum, dómurum, þjálfurum, stigadómurum og almennum félagsmönnum. Hnefaleikamenningin á Íslandi hefur upp á margt gott að bjóða og hér að neðan er að finna lista yfir helstu æfingaaðstöður, þjálfara og hnefaleikafélög. Lista þennan er einnig hægt að nálgast á forsíðunni og þess ber að geta að hann var að miklu leyti unnin upp úr eldri lista er birtur var hér á síðunni.
Hnefaleikafélag Reykjavíkur
S. 4269464 6638179
Í Faxafeni 8 Skeifunni er er eitt af tveimur stærstu boxgymum landsins. Aðalþjálfari HR heitir Fabio Quaradeghini og býr yfir reynslu frá Bretlandi sem bæði þjálfari og keppandi í hnefaleikum. Hann keppti meðal annars fyrir tvo stærstu skóla á Bretlandseyjum fyrst Oxford og síðar Cambridge.
Hnefaleikaskóli Óskars
S. 8214503
Hnefaleikaskóli Óskars er með aðstöðu í Trönuhrauni 3 hafnarfirði og heitir aðalþjálfari hans Oscar Luis Justo. Oscar Luis Justo hefur mjög glæstan áhugamannaferil að baki eða um 240 bardaga og varð Kúbumeistari 1980, 82, 83 og einnig Suður-Ameríku meistari 1982.
Hnefaleikafélag Guðmundar Arasonar
S.
Boxklúbbur Guðmundar Arasonar er elstur starfandi boxklúbba á Íslandi og búinn að vera starfræktur í fjöldamörg ár. Þjálfari þar er Guðmundur Arason sjálfur, fyrrum Íslandsmeistari í þungavigt.
Boxing Athletic Gym Keflavík
S. 4269464 8998087
Boxklúbburinn BAG er starfræktur í Reykjanesbæ og er sjálfsagt einn stærsti klúbburinn á landinu með um 130 meðlimi á skrá. Þjálfarar BAG eru meðal annara þeir Guðjón Vilhelm er sótt hefur boxþjálfunaranámskeið í Bandaríkjunum og Skúli Steinn einn efnilegasti boxari Íslendinga.
Boxklúbbur Ísfriðinga
S. 4564022 8996698
Opnuð var aðstaða til boxiðkunar í Hafnarstræti 20 á Ísafirði þar sem Studio Dan var áður til húsa.
Betrunarhúsið Garðabæ
S. 5658898 5658872
Í Líkamsræktarstöðini Betrunarhúsið á Garðatorgi 1 í Garðabæ er boðið upp á boxnámskeið.
Hnefaleikafélag Vestmannaeyja
S. 8966414 8451075
Æfingar Hnefaleikafélags Vestmannaeyja fara fram í Týsheimilinu og eru þjálfarar þess þau Guðmundur Elíasson, Júlíana Bjarnadóttir og Elías Rúnar Kristjánsson.
Sporthúsið Kópvogi
S. 5644050
Sporthúsið er að finna í Dalsmára 9-11 Kópavogi og hafa þar annað slagið verið haldin boxnámskeið.
Hnefaleikar á Akureyri
Á sínum tíma voru haldnar æfingar í KA heimilinu á Akureyri en nú er aðilum vísað á Sigga nokkurn í vaxtarræktinni þar varðandi upplýsingar um stöðu mála.
Hafi einhver staður orðið útundan í þessari upptalningu eða eiginleikum hans ekki verið sýnd rétt athygli þá óskast athugasemdir varðandi það sendar sem skilaboð gegnum skilaboðakerfi vefsins á notendan Ahl en einnig má svona allavegana meðan greinin sést hérna á forsíðuni koma slíkum athugasemdum að með almennum greinarsvörum.