Á laugardaginn munu Felix “Tito” Trinidad og William Joppy berjast.
Þetta er annar bardaginn í milliviktarmótinu og sigurvegarinn mun berjast við Bernard Hopkins um öll beltin og Sugar Ray Robinson styttuna.
Trinidad (38-0-31) þarf ekki að kynna en fáir þekkja Joppy þó hann hafi verið stundum á undircardinu á Don King kvöldum (síðast þegar Tito hakkaði Vargas). Eins og allir vita þá er Felix Trinidad að þyngja sig upp í millivikt og hefur því aldrei barist við eins þungan mann og Joppy.
William Joppy (30-1-1-23) varð WBA milliviktarmeistari árið 1996 og hefur aðeins tapað einu sinni á ferlinum og það var ´97 á móti Julio Cesar Green. Það tap hefndi Joppy fyrir tvisvar (´98 og ´99). Gallinn við Joppy er að hann vantar stórt nafn á ferilinn sinn. Stærsta nafnið er aldraður Roberto Duran.
Bardaginn:
Joppy er búinn að stútera Tito og er líklegur til að valda honum alvarlegum vandræðum. Ég býst við því að hann muni verða mjög hreyfanlegur, enda er það veikleiki Trinidads. Joppy er nefninlega hraður og á möguleika á að útboxa Tito. Ég held að bardaginn ráðist á því hvort Trinidad nái að króa hann af í horninu.
Spá:
Það er erfitt að spá á móti Tito (hef brennt mig á því áður). Þannig að ég segi að hann nái að króa Joppy af og rota hann í 10 lotu.