Þannig er mál með vexti að ég var að flytja á Akureyri núna í haust. Ég var að æfa Box í BAG í Keflavík og sakna þess soldið mikið. Æfingar eru farnar á fullt núna alltstaðar…en ekkert hér. Ég veit að þetta á kanski heima á korki, en þessi spurning er þar fyrir og engin svör hafa fengist.
Ég er búin að spurjast fyrir hérna í Vaxtarræktinni og á fleiri stöðum en engin getur gefið ákveðið svar.
Hvernig er það eiginlega…er enginn á Akureyri kanski sem er að stunda þetta…þó það væri ekki nema í bílskúrnum heima hjá sér. Það er soldið sárt að horfa bara á hanskana heima upp í skáp.
Þessi íþrótt er það ný og í miklum vexti að það væri synd að hafa ekki norðurlandið með.
Endilega látið heyra í ykkur þeir sem vita eitthvað um þetta mál.
Sara#64