Þetta var nokkuð skrýtinn bardagi. Maður bjóst við meiru frá Lennox en hann var rotaður með einu höggi í fimmtu lotu. Hann hafði verið gagnrýndur fyrir að æfa ekki nógu stíft og lengi og það sást greinilega á þyngd hans og hraða. Hann var búinn að byggja upp aðeins og mikið sjálfstraust og það sást á honum þegar hann var brosandi einni sekúndu áður en hann var sleginn niður. Kannski er hann bara orðinn of slitinn og gamall til að keppa við þá allra bestu. Hann er líklega ekki búinn að vera og hann á sennilega eftir að vinna einvhern titil svo að það verði ekki WBA, WBC eða IBF.
Ég spái því að Mike Tyson skori á Rahman og taki af honum beltin í einhverjum af næstu bardögum sínum.