Óvænt úrslit áttu sér stað í kvöld á MGM Grand Hótelinu í Las Vegas þar sem Marco Anotonio Barrera vann Prins Nasheem Hamed á stigum eftir 12 lotu bardaga. Mexíkaninn hafði Nasheem í hendi sér frá fyrstu lotu til hinar síðustu. Prinsinn var ekki sjálfum sér samkvæmur, meira að segja innkoma hans sem að hann er orðin svo þekktur fyrir, var ekki eins og við var að búast. Á síðustu stundu hætti hann við heljarstökkið inní hringinn. Ástæða þess er að við inngöngu Prinsins kastaði einn áhorfandi vatni yfir prinsinn þannig að hanskar hans voru blautir. Þaðö má eiginlega segja að með því hafi sálfræðistríðið verið tapað. Marco Anotonio Barrera var mun betri í bardaganum og greinilegt að hann og hans menn höfðu unnið heimavinnu sína og lesið prinsinn mjög vel fyrir þennan bardaga.
Marco Anotonio Barrera er í dag besti fjaðurviktarboxari veraldar og er vel að þeim titli kominn.
Lokaorð Nasheem voru í þá vegu að hann fengi annan bardaga við Marco Anotonio Barrera sem lék hann svo grátt.
Í heildina flottur bardagi og vel þess virði að vaka yfir.
Xavier
P.S. Er ekki kominn tími á að skipta Bubba og Ómari út úr þessum boxlýsingum, ef að það sem þeir gera má kalla lýsingar.
“Þetta er bomba, B O B A , bomba” Bubbi