Föstudeginum 30. júlí verður minnst í boxsögunni sem stærsta sigurs breta á Amerískri grundu og endaloks Mike Tysons. “Iron” Mike Tyson tapaði fimmta bardaganum á ferlinum sínum um helgina.
Það voru mörg spurningarmerki fyrir þennan bardaga á milli Tysons og Williams. Hvort Tyson væri nógu vel þjálfaður og kæmi í skikanlegu formi eftir 17 mánaða fjarveru frá hringnum, hvort hann væri orðinn of gamall eða hvort hann væri að lifa í sínum eigin skugga. Þessu var öllu svarað á föstudaginn.
Þegar vigtunin fyrir bardagan átti sér stað þá var Tyson frekar í þyngri kantinum á miða við fyrri bardaga en hann var 105 kg og Williams 120 kg. En leit samt sem áður út fyrir að vera í sæmilegu formi. Tyson átti alfarið fyrstu tvær loturnar og var nær búinn að slá Danny Williams niður, en Williams náði að hanga á Tyson og halda sér í bardaganum. En síðan má segja að Tyson var nánast búinn á því og hékk bara á voninni að ná einu stóru höggi sem gæti rotað Williams. En náði því ekki og það þurfti rúmlega 30 högg áður en Tyson fór niður í fjórðu lotu.
Eftir bardagan kom í ljós að Tyson hafði orðið fyrir meiðslum á hné í fyrstu lotu bardagans. Eftir að hafa látið lækni líta á meiðslinn kom í ljós að þetta voru frekar alvarleg meiðsl. Læknarnir gáfu þá yfirlýsingu út að það var í raun furðulegt að Tyson hafi haldið út bardagan, því ef allt væri rétt þá ætti hann ekki að getað labbað og hvað þá boxað. Freddy Roach þjálfari Tysons sagði að það hafði verið ástæðan fyrir tapinu því Tyson gat ekki slegið með hægri hendinni sem er nú hans sterkasta vopn.
“Þetta er mjög líklega afsökun fyrir tapinu” sagði Danny Williams” sagði Williams.
“Ég hef boxað með töluvert alvarlegri meiðsl heldur en hann hafði og unnið” sagði Williams.
“Hann hélt allan tíman áfram að slá með hægri svo þetta er ekkert annað en ein stór afsökun” sagði Williams.
Eflaust er þetta rétt hjá Williams að hnéð sé bara afsökun fyrir tapinu. Það þarf engan snilling til þess að sjá að það var eitthvað meira að hjá Tyson heldur en bara hnéð(álit höfundar).
Hvað varðar framtíð Tysons í hringnum og utan hans þá er hann ekki í góðum málum. Hann skuldar skattinum en 36 miljónir dollara og eins og stendur býr hann í þriggja herbergja íbúð. Kannski snýr hann aftur í hringinn og verður eins og Holyfield og veit ekki hvenær á að hætta.
En hver veit því járnkallinn er gjörsamlega óútreiknanlegur svo það er aldrei hægt að fullyrða neitt þegar Tyson á í hlut. Eins og hann sagði sjálfur einu sinni “I can sell out Madison Square Garden masturbating.” svo það þarf ekki endilega að halda að hann snúi ekki aftur.