Það er pottþétt að sýningar á K-1 er fantagott útspil hjá Sýn af mörgum ástæðum. Bæði eiga þeir undir högg að sækja vegna enska boltans og svo líka að atvinnubox er í einhverri mestu lægð í áratugaraðir. Á meðan hefur K-1 sótt gríðarlega í sig veðrið í heimalandi sínu Japan og út um allan heim á þeim rúmlega 10 árum síðan keppni hófst í þessarri grein. K-1 er jafnstórt dæmi í Japan og t.d hafnabolti og keppnir eru haldnar í höllum sem rúma 20-90.000 manns. K-1 Grand Prix úrslitin, þar sem grandmaster ársins er krýndur fær eitt mesta áhorf sem um getur í Japönsku sjónvarpi. Þegar Andy Hug, einn ástsælasti keppandi í K-1 lést árið 2000 úr hvítblæði fylgdu honum 12.500 manns til grafar og kista hans var borin af þeim mönnum sem hann hafði keppt við í hringnum. Einhvernveginn sé ég ekki fyrir mér gaura eins og Holeyfield, Tyson, Klitchko gera það fyrir hvorn annan.
K-1 hefur líka upp á dálítið að bjóða sem að boxið gerir ekki. Það er skipulag á því hver fær titla. Yfir árið er haldin sería af átta manna útsláttarmótum í ýmsum heimshlutum, nokkur í Japan, eitt í Evrópu, eitt í USA, eitt í S-Afríku o.s.frv. Sigurvegarinn þarf að sigra þrjá andstæðinga á einu kvöldi (þessvegna eru bara 3-4 lotur) til að tryggja sér sæti á lokamótinu rétt fyrir áramót þar sem hann þarf aftur að sigra 3 andstæðinga til að vinna titilinn Grand Prix Champion fyrir árið. Þetta finnst mér meiri sanngirni heldur en að einhverjir gaurar inni á skrifstofu ákveði hverjir séu færir um að fá titilskot og hverjir ekki.
Ég hvet alla boxáhugamenn að kíkja á K-1, ég fíla box alveg í tætlur, sérstaklega léttari þyngdarflokkana en ég verð samt að segja að mér finnst K-1 og MMA keppnir á borð við UFC og Pride meira spennandi. Þetta eru samt allt saman skyldar íþróttir og hafa sína kosti og galla og eiga allar skilið að blómstra. Ég lít á box sem bardagalist, eina af bestu bardagalistum í heimi ef út í það er farið, en box er ekki upphaf og endir alls í þeim efnum(eins og því miður mér finnst sumir hér á Huga halda).
Góð grein Freestyle, en er kannski ekki fullmikið of ofsögum sagt að við boxararnir lítum eitthvað niður á þessar greinar, langt í frá.
Mér hlotnaðist nú sá heiður að vera boðið að dæma í sl. keppni sem var haldin í Valsheimilinu og gerði ég það með glöðu geði, lét áður reka mig úr hnefaleikanefndinni sálugu fyrir að standa í þeirri trú að allar íþróttir eigi rétt á sér, kallaður lygari, vanviti og eitthvað fleirra niðrandi af “Séra” Bubba, sem nú predikar boðu K-1.
Ef einhver hefur farið niðrandi orðum um þessar greinar er það sá maður sem boðar nú komu þessara greina á skjáin! Smá útúrdúr, var það ekki sá hin sami og sagði í viðtali fyrir nokkru að sér fyndist ekkert eins hallærislegt eins og að sjá gamlar hljómsveitir koma með “comeback”, Egó verður að túra í sumar, og voru ekki Utangarðsmenn á fullu fyrir 2-árum?
Ragnar Reykás hefur mætt opfjarli sínum ;-)
0
Hehe já ég verð að segja það að mér sárnaði að mörgu leiti comment Bubba í fyrra, en ég verð að halda í vonina að hann hafi einfaldlega kynnt sér þetta sport betur í millitíðinni og séð hvað það er mikil snilld. Batnandi manni er best að lifa og allt það.
Já og fyrst við erum eitthvað að koma með útúrdúra um 180 gráðu viðsnúninga hjá honum Bubba þá man ég eftir einum öðrum álíka snúning. Þegar hann söng lagið “Hamingjan er krítarkort” (sem að by the way inniheldur mjög svo nauðsynlega ádeilu á efnishyggju íslendinga)og hvatti alla til að henda kreditkortunum sínum og fór svo í tónleikaferð um landið nokkrum árum síðar…..í boði VISA!
0