Cory Spinks VS Zab Judah


Ég hef lítið séð af Cory nema einhver brot úr bardaga hans við einhvern Ítala sem hann tók Ibf titilinn af og svo auðvitað bardaga hans við Ricardo Mayorga. Ég varð ekki var við neina almennilega takta frá hans hendi í þeim bardaga og sýndist sem svo að Ricardo ætti sigurinn skilið, en dómararnir voru hinsvegar ekki á sama máli.

Zab Judah hef ég séð töluvert af og sá hann meðal annars pína áhorfendur í tólf lotur er hann “slést” við DeMarcus Corley, taka þátt í heljarinnar bardaga á móti Junior Witter og falla fyrir hægrihandar höggi Kostya Tzuys.

Mér hefur ekki þótt Cory vera mjög sannfærandi en veit hinsvegar að Zab er mjög reynsluríkur, því spái ég því að Zab vinni þennan með unanimous decision.


Wladimir Klitschko VS Lamon Brewster


Wlad hefur verið mjög impressive meirihlutan af sínum ferli en fékk svo sannarlega að finna fyrir því á móti honum Corrie Sanders og hefur gert lítið sem ekkert síðan þá.

Lamon Brewster hefur hinsvegar aldrei gert nokkurn skapaðan hlut annað en að tapa fyrir nobodies, sé enga ástæðu til þess að spá honum sigri.


Chris Byrd VS Andrew Golota


Chris hefur ekkert verið að standa sig neitt alltof illa, tók Holyfield, tók Vitaly, tók David Tua, sýndi fram á það að hann er enginn aukvissi á móti Ike Ibeabuchi, gerði hið sama á móti Wlad og fékk ákvörðun sem hann átti ekki skilið á móti Fres Oquendo.

Andrew Golota er hinsvegar maður sem að er best þekktur fyrir sín fjöldamörgu furðulega töp. Mér finnst viðeigandi að ég minnist á það að það er ekki mitt álit að hann hafi hætt með skömm VS Mike Tyson, maðurinn kjálkabrotnaði eða eitthvað álíka for Christs sake. En já þori ekki að spá honum sigri á móti Byrd, hann hefur verið of óaktívur en á kannski einhvern punchers chance.


John Ruiz vs. Fres Oquendo


John Ruiz hefur litið mjög mismunandi út í gegnum tíðina og maður veit ekkert um í hvaða formi hann verður þegar hann stígur inn í hringinn.

Fres Oquendo er ágætis boxari sem hefur oft komið á óvart í gegnum tíðina.

Þessir einstaklingar eru eiginlega báðir það óútreiknanlegir að það borgar sig ekkert að vera að spá í því hvernig þeirra viðureign fer.


Ricardo Mayorga vs. Jose Rivera


Ricardo er góður en þó takmarkaður, Jose veit ég ekkert um.


Wayne Braithewaite vs. Louis Azille


Wayne er mjög góður og vanmetinn boxari sem gerir fá mistök, ég spái því ekki að einhver nobody nái að sigra hann.


Hvað sem öðrum spám líður þá spái ég því allavegana að það eigi eftir að verða skemmtilegt að sjá þessa bardaga.