Það er fyrirhugað að halda dómaranámskeið nú á næstu dögum
og ég vil því biðja alla sem hefðu áhuga á því að gerast
stigadómarar og hringdómarar að hafa samband.
Starfið er vanþakklátt, illa launað, en alveg þrælskemmtilegt
og þú færð það skemmtilega hlutverk að meiga æpa og skamma boxarana
eins og þér þurfa þykir, án þess að þeir geti nokkuð sagt ;-)
Þetta er upplagt tækifæri fyrir þá sem eru/hafa stúterað box í gegnum árin og eru kannski ekki í þeim hugleiðingum að keppa, því það fer ekki saman að blanda mönnum sem eru að keppa inn í dómarastörf eins og gefur að skilja.
Kennari á þessu námskeiði verður Mikael Hook frá Svíðþjóð, reynslubolti og frábær kennari og mikill fagmaður í sínu starfi, enda dómari að atvinnu og fyrrum hnefaleikameistari í Svíþjóð.
Ég vil biðja þá sem hafa áhuga að senda mér upplýsingar um aldur, ástand og reynslu ásamt símanúmeri og ég mun síðan hafa samband.