Núna er fyrsta keppni ársins búinn. Og eflaust verður þetta ekki sú eina ef marka má svaramann BAG promotions. Því það er í bígerð að halda keppni 20 mars í Keflavík og síðan verður henni fylgt strax á eftir með keppni á Ísafirði 9 apríl. Svo það er ekki hægt að segja annað en að þetta ár eigi að byrja með krafti.
Hérna eru svo úrslitin frá Keppninni 21 febrúar síðastliðin
Aðalbardagi kvöldsins
Lárus Mikael Daníelsson (Ísafirði) vann Tómas Guðmundsson (Grindavík) á stigum
Vikar Karl Sigurjónsson (Keflavík) vann Magnús Bergsson (Reykjavík) á tæknilegu rothöggi í annari lotu.
Gunnar Óli Guðjónsson (Reykjavík) vann Högna Marsellíus Þórðarson (Ísafirði) á stigum.
Árni Páll Jónsson (Grindavík) vann Kristófer Jónsson (Reykjavík) á stigum.
Birgir Þór Guðbrandsson (Reykjavík) vann Dag Pál Ammendrup (Reykjavík) á stigum.
Allt kvöldið heppnaðist mjög vel og stóð aðalbardagi kvöldsins heldur betur undir væntingum. Lárus Mikael Daníelsson og Tómas Guðmundsson börðust eins og hetjur allan bardagan og var ekkert gefið eftir.
Án efa er þetta góð leið til þess að hefja nýtt ár og sem betur fer er það bara rétt byrjað!
Kveðja DFSaint