Eins og kom fram í blöðonum núna í vikunni þá sagðist Skúli “Tyson” ætla að þyngja sig úr millivigt yfir í þungavigt. Án efa er þetta mjög stórt stökk fyrir Skúla því hann stekkur upp um tvo þyngdarflokka sem er ekki mjög algengt á svona stuttum tíma. Allt getur spilað þarna inní til dæmis getur hann misst hraðan og viðbrögðin sem hann hafði sem millivigtarboxari. Og síðan er aldrei að vita hvort hann þoli þessi þungu högg sem fylgja þessari þyngd(81-91).
Eflaust bíða margir þungavigtarar landsins eftir því að fá að keppa við Skúla enda er hann mjög efnilegur boxari. En ekki fyrir svo löngu var honum boðið að fara til bandaríkjana og verða atvinnuboxari. Kannski sýnir það sig best hversu efnilegur hann er, því það eru ekki mjög margir sem fá svona tækifæri eins og hann.
Svo ég nefni nú nokkra þungavigtara sem eflaust mundu vilja fá að spreyta sig á móti honum: Ingólfur Snorrasson sem hefur verið einn af okkar bestu karatemönum okkar Íslands til margra ára, Lárus Mikael Daníelsson “Tröllið” að Vestan sem er mjög kröftugur strákur og einnig tvöfaldur þrekmeistari Íslands, Tómas Guðmundsson Grindvíkingurinn sterki og fyrrum æfingafélagi Skúla gæti sóst eftir að vera meira en bara æfingarfélagi og Arnar Óskar Bjarnason sem er mjög efnilegur boxari gæti kannski vilja setja nafn sitt á feril Skúla.
Gaman verður að sjá hvernig Skúli spjarar sig í í “Fitubollu”vigtinni eins og hann orðaði það sjálfur. Kannski gerir þessi breyting Skúla að jafnvel betri boxara. Ég held að þetta sé bara skemmtileg viðbót inní þungavigtina.
Gangi þér vel Skúli vona að þú standir þig.
Kveðja DFSaint