Eftir að hafa tapað fyrir Shane Mosley á split desicion í janúar í fyrra er gullni drengurinn loksins kominn aftur. Skari hefur skilið við vonbrigði fortíðarinnar og er ákveðinn í að hefna fyrir fyrri töp. Hann hefur lýst því yfir að hann vilji berjast við Trinidad sem fyrst og útkljá það mál í eitt skipti fyrir öll. Því næst vill hann fara í Mosley og sanna að hann er bestur pund fyrir pund. Þetta er ekki búið, því á eftir því vill hann taka Vargas og þagga niður í öllum efasemdarmönnum.
Spurningin er, getur hann þetta?
Ég held að svarið yrði að vera já. Síðasta hálft eða heilt ár hefur enginn annar en Floyd Mayweather sr. verið að þjálfa Oscar og þeir segja báðir að áhrifin séu rosaleg. De La Hoya á víst að vera nýr, breyttur og bættur boxari tilbúinn að sanna sig fyrir heiminum. Maður veit ekki hvað hann getur breyst mikið orðinn þetta gamall en það er nokkuð ljóst að hann hefur burði til að vinna hvern sem er. Þó hann hafi verið frá í rúmlega ár er hann ekki búinn.
Ég held að ef hann berðist við Tito og Mosley aftur yrðu báðir bardagarnir allt öðruvísi en þeir fyrstu, sem hann tapaði naumlega.
Það verður spennandi að sjá hann fara í Gatti þann 24. og sjá hvort hann sér eins breyttur og hann segist vera.