Nú um daginn var grein í bæði DV og mogganum um að Mike Tyson væri blankur og skuldaði eitthvað massíft. Einnig var greint frá því að hann ætlaði að fara að keppa aftur í vor til að eiga eitthvað uppí skuldirnar sínar (svona er að gefa íslenskum stelpum kjóla).
Hann er ennþá þokkalega öflugur þó að það vita það flestir að hann verður ekki heimsmeistari aftur.
Ef hann myndi fara aftur að boxa, mynduð þið fylgjast með honum eða væri ykkur nákvæmlega sama? Hann gekk frá Etienne í 1. lotu fyrir stuttu, ég missti reyndar af því, þannig að hann á nú alveg eitthvað eftir þó það sé ekki heimsmeistaratitillinn sjálfur
Svo var líka ágætt að sjá loksins góða mynd af tattooinu sem hann er með í andlitinu.. hehe
Hvað finnst ykkur um þetta alltsaman?
kv. ST.