Vitali og Wladimir keppa í apríl, og eftir það verða þeir báðir með belti. Vitali mun slátra Sanders, og Wladimir honum Brewster.
Ég tel Guinn ekki eiga séns í þessa bestu í þungavigtinni(Grant er ÖMURLEGUR boxari), og Roy Jones hefur sagt að hann vilji bara keppa við Tyson í þungavigtinni(reyndar ekkert að marka hvað það Jones segir), enda myndu menn eins og Klitschko ganga frá honum.
Tyson hefur sagt að hann muni aldrei keppa við Foreman. Og ég er með kenningu um comebackið hjá Foreman. Hann gerir í því að segja að hann muni keppa ef hann nái að verða 220 og eitthvað pund, hann nær því, keppir einn slag, og gefir út megrunarbók og græðir enn meiri peninga.
Byrd er að fara að keppa við Golota, og það verður fróðlegt að sjá það. Byrd gerir í því að vera pirrandi boxari(Byrd og Ruiz eru leiðinlegustu boxarar í heimi), og Golota er geðsjúklingur og því veit maður ekki hvað gerist. En líkindareikningur segir að Byrd vinni óbærilega leiðinlegan slag á stigum.
Byrd á ekki séns í neinn Klitschko(wladimir slátraði honum, og vitali var mikið betri þar til hann reif öxlina). Joe Mesi er svakalega einhæfur boxari, gæti trúað að hann tapi fyrir Jirov. Lítill þungavigari eins og Barret gat slegið Mesi niður og mér fannst hann eiginlega hafa unnið þann slag. Barret var eins og tuskubrúða á móto Wladimir. Toney verður meiddur eitthvað fram eftir árinu(ekki er ég sammála því að hann hafi verið mjög sannfærandi á móti Jirov. Hann sló hann niður í síðustu, en Jirov gerði mikið meira fyrri part slags og hafði auk þess ekki keppt lengi), og það væri gaman að sjá hann á móti Byrd, held að Toney myndi taka hann, en ég tel hann ekki eiga séns í Klitshcko frekar en aðra þarna. Tua er búinn að skíta uppá bak þannig ég ræði hann nú ekki.
Ég tel að Vitali og Wladimir eigi eftir að hafa beltin lengi. Kannski að Wladmir takist að láta rota sig, en ég tel það harla geta komið fyrir Vitali(hann hefur ekki einu sinni verið slegin niður sem amateur).
Sagði ekki einhver að Vitali og Lewis væru svipað stórir, ef þú átt við hávaxnir þá er það nú ekki rétt. Vitali er 203cm, Lewis 195(minnir mig), sumsé 8cm munur sem telst nú ekki lítið(en Vitali er með stuttan faðm).
Ég las að Lewis var nefbrotin og hrasaði tvisvar í viðtölum eftir Vitali slaginn.