Staða þungavigtarinnar hefur um tíma verið nokkuð umdeilanleg, allir sem fylgjast með boxpressunni gera sér grein fyrir því að það er komið að kaflaskiptum.
það er sægur af boxurum sem eru ósigraður t.d. eins og Joe Mesi 28-0 Faruq Saleem 32-0, David Defiagbon 19-0, Matt Skelton 11-0, Juan Carlos Gomez 37-0, Nicolay Valuev 34-0, Richel Hersisia 21-0, Calvin Brock 21-0. en ég geri ráð fyrir að einhver þeirra muni reyna að berjast um titil á næsta ári.
Hins vegar er spurning kynslóð af boxurum sé að koma upp núna og eigi eftir að láta ljós sitt skína eftir tvö til þrjú ár. Hér koma nokkrir þungavigtarboxara sem eru ósigraðir og gætu kannski látið ljós sitt skína á þessu ári.
#Audley Harrison (UK)14-0 10rot. Harrison vann olympíugull í yfir-þungavigtinni í Sidney árið 2000. Hann er hávaxinn, örvhentur boxari sem virðist vera nokkuð höggþungur. Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir að berjast á móti “tómötum”. Einnig er margir á því að hann sé of gamall 32 ára og hans tími í raun liðinn. Þeir sem hafa trú á honum t.d. boxfréttamaðurinn Max Kellerman, telja að hann eigi alla möguleika á því verða heimsmeistara enda eru fáir, hávaxnir, höggþungir boxara með góðan áhugamannaferil til. Harrison hefur líka verið sniðugur að koma sér á framfæri, fékk 100 miljóna króna samning við BBC sem sýndi frá fyrstu 10 bardögum hans.
#Ruslan Chagaev (Uzbekistan)7-0-1 6rot, er fyrrverandi stjarna í áhugamanna hnefaleikum, fyrrverandi heimsmeistari og sigrað t.d. hinn umtala og fræga kúbanska boxara Felix Savion tvisvar. Chagaev er einungis 25 ára, en er hins vegar frekar lágvaxinn um 185 miðað við marga af risunum í þungavigtinni. Hins vegar er hann örvhentur og talinn frekar höggþungur. Hann er mjög vel skólaður boxari, snöggur og kraftmikill. Þrátt fyrir að hann hafi einungis 8 bardaga undir hattinum, þá hefur hann mætt nokkrum andstæðingum sem þykja ágætis prófraun t.d. Rob Calloway 43-3 og Everett Martin 20-38-1. Hins vegar hefur hann átt í nokkrum valdamálum að koma sér á framfæri, var með samning í Bandaríkjunum, en ákvað að skipta yfir til Þýskalands og fékk samning við Universum, sama fyrirtæki og sér um Klitschko bræðuna.
# Samuel Peter (Nigeriu) 17-0 16rothögg. Samuel er helsta von Afríku í þungavigtinni, gífurlega höggþungur boxari, minnir eina helst á Ike Ibeabuchi. Hann er einungis 23 ára gamall og hefur ekki enn mætt alvöru mótspyrnu ef frá er talin Dale Crowe. Peter er undir handleiðslu Lou Duva og mjög líklegt að hann muni reyna að fá bardaga á móti einhverjum í top 20 á næsta ári.
# Alexander Dimitrenko (Ukranía) 12-0 8rot. Risinn Dimitrenko tæplega 200 metrar á hæð, 21 ár gamall er gjarnan talinn arftaki Klitschko bræðranna. Dimitrenko þrátt fyrir ungan aldur er vel skólaður boxari með mikla líkamlega hæfileika. Hann hefur ekki ennþá mætt alvöru andstæðing en hefur hins vegar verið undir handleiðslu Universum fyrirtækisins og öruggt að þeir munu sjá til þess að þessi hæfileikaríki drengur verði þjálfaður upp hægt og rólega.
# Sultan Ibragimov (Kasakstan) 9-0 8rot er fyrrverandi stjarna í áhugamannahnefaleikum og hefur upp á síðkastið verið í þjálfum, ásamt bróður sínum Timur Ibragimov 9-0 5rot hjá hinum fræga boxþjálfara Angelo Dundee. Báðir eru bræðurnir velþjálfaðir boxara og munu örugglega undir handleiðslu Dundee fá góða leiðsögn.
# Roman Greenberg (Ísrael/UK) 14-0 11rot er ungur boxari fæddur í Ísrael en hefur barist megnið af ferlinu hingað til í Bretlandi. Greenberg er einungi 21 árs gamall, um 190 á hæð og þykir vera með hvað fljótustu hendur í þungavigtinni í dag. Hann hefur ekki barist á móti neinum alvöru andstæðing, og var slegin niður í sínum síðasta bardaga á móti Mendauga Kulikauskas en stóð það af sér og rotaði Kulikauskas í 5 lotu.