Nú veit ég vel að menn ætluðu sér líklegast að gera góða hluti með þessum blessuðu reglubreytingum og að einnig hafi markmiðið með þeim verið að draga úr árásum á íþróttina. En því miður þá eru þessar reglubreytingar meingallaðar og ekkert annað en synd að svona reglur hafi verið settar.

“Reglum um ólympíska hnefaleika verður einnig breytt á þann veg að til að keppandi fái keppnisleyfi verður hann að hafa stundað íþróttina hjá viðurkenndu félagi í íþróttahreyfingunni í a.m.k. 6 mánuði”

Þetta mun hafa þau áhrif að nýliðun í íþróttini verður minni. Margir byrja í þessari íþrótt með það að markmiði að berjast og að fá að njóta blessaðs sviðsljóssins. Maður með meir en 16 ára pro bardagareynslu á bakini sagði mér eitt sinn að boxurum fari að leiðast haldi maður þeim innan gymsins í yfir 4 vikur án þess að leyfa viðkomandi að reyna sig í bardaga.

Amatör bardagar eiga ekkert að vera mikið mál neitt, og þá sérstaklega ekki sýningar bardagar þannig að það er bara einfaldlega allt í fína að leyfa fólki að spreyta sig innan hringsins eftir eins til tveggja mánaða þjálfun eða þegar það er tilbúið til þess. Það sem er Mikilvægt er að leikur sé stöðvaður fari hann að líta illa út.

Einnig vil ég taka það fram að mér finnst líta svo út sem að þessi regla eigi eftir að skapa vafa og hafa víðtækari neikvæðar afleiðingar fyrir íþróttina.

“Einnig verða viðureignir styttar þannig að keppandi sem ekki hefur náð 10 viðureignum mun keppa í þrjár lotur, 1,5 mín að lengd hver, í stað fjögurra lota í 2 mín hver.”

Eins og áður var tekið fram eiga amatör bardagar ekkert að vera neitt alvarlegir, það mætti vel hafa loturnar 5 og láta hverja endast í 4 mín, það ætti ekki að hafa nein áhrif á öryggi keppenda. Það eina sem þessi regla mun gefa af sér er að það verður leiðinlegra að horfa á suma bardaga.

“Framvegis varða hnakkahögg brottvísun og við ítrekuð brot á viðkomandi yfir höfði sér að vera settur í keppnisbann.”

Þetta er sú regla sem mér finnst vera hvað verst. Ég hef einu sinni fengið á mig hnakkahögg og því var hent fyrir slysni það var ekki vilji mótherja míns að slá mig í hnakkan. Það sem að skiptir samt meira máli er að það högg hafði Engin áhrif langt frá því að vera versta högg sem ég hef á mig fengið, fann ekki einu sinni fyrir sársauka. Hnakkahögg eru oft veitt án vilja og eins og Ricardo Mayorga VS Cory Spinks og Muhammed Ali VS Chuck Weppner bera vitni um þá eru þau einnig oftast skaðlaus!.

Með kveðju,

Alexande