Hugleiðingar frá Danmörku.
Bráðlæti manna að komast í hringin til að verða heimsfrægir á Íslandi strax í gær, hefur nú komið íþróttinni ílla. Hvernig væri nú að slappa aðeins af og hugleiða þær forsendur sem menn þurfa að hafa í lagi áður en klifrað er upp í hringin til að boxa.
Þjálfun hnefaleikara er ekki fyrir hvern sem er. Hnefaleikar eru bardagaíþrótt, þar sem markmiðið er að koma höggum á andstæðingin. Þetta eru staðreyndir íþróttarinnar og ef menn ætla sér að iðka hnefaleika verður að þjálfa í samræmi við það.
Það skiptir engu máli hvaða íþróttir menn hafur stundað áður en ferillinn hefst, né heldur hversu ”fit” menn eru. Fæstar íþróttir búa menn undir það að verða barðir af öllu afli í höfuðið. Þess vegna verða menn meðal annars að þjálfa upp hálsvöðva og hnakka. þetta tekur tíma og verður að gerast undir leiðsögn manna sem hafa vit og reynslu á.
Engin reynsla var til á Íslandi og það eina rétta sem menn hafa gert er að fá til landsins þjálfara erlendis frá. Menn sem hafa boxað og geta með reynslu sinni byggt upp vísir að hnefaleikum á landinu. Reynslan kemur ekki bara með þjálfun, heldur með þjálfun og þáttöku í mótum.
Þá kemur bráðlætið hjá okkur Íslendingum upp og við hendum okkur af stað i hvert mótið á fætur öðru. Æðubunugangurinn í að sýna sig og verða heimsfrægur í gær.
”ÉG ER BESTUR” komiði bara með alla aumingjana til mín og ég skal sýna þeim hvað Íslenski víkingurinn getur.
Til þess að geta farið í hringin þurfa menn að vera nógu þroskaðir til að stjórna sjálfum sér í hita leiksins. Hnefaleikar eru öguð iþrótt með ströngum reglum um hátterni og stigagjöf. Það er eingöngu þjálfarinn sem getur sagt til um það hvort viðkomandi boxari er tilbúin til að taka þátt í móti. Þess vegna verður þjálfarinn að hafa reynslu á boxi sjálfur.
Svo er það sjálft boxið.
Rétt högg gefa stig, annað gefur ekki stig.
Til að höggið gefi stig verður hnúaflötur hanskans að hitta andstæðingin án blokkeringar. Höggið verður að vera í andlit,( hliðar eða faman ) og eða fyrir ofan belti í siðu eða framan á andstæðingi.
Hér í Danmörku verður boxari að hafa minnst 4 mánaða þjálfun ásamt keppnisbók, til að fá að taka þátt í hnefaleika móti. Keppnisbók er gefin út eftir svokallaðan “diplom kamp” og nákvæma læknisskoðun.
Fyrir utan þyngdarflokka er mönnum raðað niður eftir aldri: Senior 19 – 34 ára,
Junior 17 – 19 ára, Ungdom 15 – 17 ára, Drenge- / pige 11 – 15 ára
Keppni í yngstu flokkum er eingöngu hægt að vinna á stigum. Það er ekki hægt að vinna á KO. Ef leikur er stöðvaður, sigrar sá sem yfir er á stigum.
Junior og ungdom geta keppt á móti hvor öðrum ef aldursmunur er undir 2 árum og gilda þá ungdoms reglur um lotulengd og stigagjöf.
Junior má keppa á móti senior ef hann hefur boxað minnst 10 sinnum sem junior, eða aldursmunur er innan við 2 ár og fjóldi keppna er svipaður.
Venjulega er keppt 4 x 2 mínútur með 1. mín pásu.
Í ungdom eru kepptar 3 X 2 mínútna lotur með 1 min. pásum.
Í drenge- / pige er keppt 3 x 1,5 mínuta með 1 mín. pásum.
Ef menn hafa áhuga á að kynna sér reglurnar í DK, er til dæmis hægt að finna þær á www.dabu.dk , annars svara ég gjarnan spurningum.
papasan@pc.dk