Þann 13. desember næstkomandi verður stærsta boxkvöld ársins.Það er mjög langt síðan að svona margir stórbardagar hafa verið á einu og sama kvöldinu.
Mér datt í hug að gera smá umfjöllun um þessa bardaga.
Zab Judah vs Alex Garcia
Vinningslíkur 1/20 33/1 7/1
Þetta á eftir að vera mjög spennandi bardagi. Judah er mjög skemmtilegur boxari og er talinn mikið efni í góðan meistara. Judah þarf að sanna sig aftur eftir að hafa tapað mjög illa fyrir Kostya Tszyu.
Bernard Hopkins vs William Joppy
Vinningslíkur 1/14 33/1 6/1
Þetta verður rosaleg viðureign. Hopkins hefur ekki farið í marga erfiða andstæðinga eins og Joppy. Aðallega af sökum þess hversu fáir eru í hans þyngdarflokki sem teljast \'\'góðir boxarar\'\'. Hopkins hefur ekki tapað bardaga í tíu ár og í nítján bardögum svo hann telst sigurstranglegri. Báðir þessir boxarar eru mjög góðir. Joppy vann góðan sigur á Howard Eastman en er en að jafna sig eftir að hafa tapað fyrir Felix Trinidad frekar illa. Núna er bara spurninginn hvor verður kóngurinn yfir millivigtinni.
Hasim Rahman vs John Ruiz
Vinningslíkur 2/5 25/1 7/4
Báðir þurfa að sanna sig til þess að komast inná top 10 listan yfir bestu þungavigtara í heiminum. Rahman kom öllum á óvart þegar hann rotaði Lennox Lewis. En því miður hefur hann ekki náð að fylgja því eftir. Hann missti titilinn aftur til Lennox Lewis og síðan var bardaginn á milli hans og Holyfield stoppaður eftir að það myndaðist blóðblaðra á enninu á honum. Síðan átti hann harma að hefna þegar vann hann David Tua rotaran mikla á frekar sannfærandi hátt(Tua vann fyrri viðureign þeirra).
Ruiz tapaði seinast fyrir Roy Jones Jr. á stigum þrátt fyrir að Jones væri töluvert léttari náði Ruiz ekki að rota hann. Ruiz hefur ekki verið að vinna mjög sannfærandi sigra seinustu árin. Svo hann verður að vinna Rahman ef hann á að teljast einn að topp tíu bestu þungavigturum í heimi.
Ricardo Mayorga vs Corey Spinks,
Vinningslíkur 1/6 25/1 7/2
Þetta verður mjög áhugaverður bardagi. Því flest stærstu boxtímarit í heimi telja Ricardo Mayorga einn óttamesta boxara seinustu tíu ára. Hann kom mörgum á óvart þegar hann vann Vernon Forrest í tvígang. Það skaut honum upp á topp tíu pund fyrir pund listan. En núna þarf hann að sanna að það var enginn tilviljun.
Kveðja DFSaint