Eflaust er endalaust hægt að deila um hversu hættulegir hnefaleikar eru. Ég held að allar íþróttir séu hættulegar upp að áhveðnu marki. Það er ekki neitt sem heitir ¨hættulaus íþrótt¨ sama hversu lengi maður leitar. Allir taka ákveðna áhættu þegar þeir stíga inn í hringinn, á fótboltavöllinn eða á snjóbreti.
Boxari sem stígur inn í hringinn veit að hann er að taka ákveðna áhættu. Fótboltamaður veit alveg að hann er að taka áhættu þegar hann stígur inn á fótboltavöllinn. Ég held að það sé enginn sem mundi gera þessa hluti nema að hann vissi hvað getur gerst. Ég held að það sé enginn sem hugsar jæja núna ætla ég að slasa mig. Þetta eru allt áhættur sem menn eru tilbúnir að taka því þeim finnst gaman að æfa þessa íþrótt. Það er bara smeksatriði hjá hverjum og einum hvað honum finnst skemmtilegt að æfa. Ég vona að það séu fáir sem velja íþrótt eftir því hversu hættuleg hún er. Því þá mundu allir velja skák.
Mér finnst leiðinlegt þegar það er farið út í þá tölfræði hvaða íþrótt er hættulegri en einhver önnur. Ef maður er kominn út í þannig deilur þá getur maður haldið endalaust áfram. Sjálfur hef ég lent í því að slíta aftari lærvöðva sem gerði það að verkum að vöðvinn styttist og ég get ekki hlaupið jafn hratt og ég gat áður. Einnig missti 15% heyrn eftir að hafa fengið bolta í eyrað á mér. Þetta gerðist allt þegar ég var að æfa fótbolta. Þetta var áhætta sem ég tók þegar ég var að æfa fótbolta.
Síðan eins og kom fyrir í Kastljósinu þá var þessi læknir sem var að ræða við Guðjón Sigurðsson, að tala um hvað það mundi kosta ríkisstjórnina ef það mundi koma fleiri svona slys eins og var í Eyjum. Því það þurfti að panta sjúkraflugvél til þess að koma honum í sneiðmyndatöku. Hvað ef móthaldararnir hefðu bara sagt nei það er of dýrt fyrir ríkið að fljúga þér til Reykjarvíkur. Ef þeir hefðu bara sent hann á almennigssjúkrahús sem hefði kannski ekki gert sér grein fyrir því hversu alvarlegt ástandið var. Þá hefði kannski verr verið komið fyrir honum því það var ekki brugðist rétt við. Þetta finnst mér mjög illa sagt. Hvað með alla fótbolta handbolta, karate og júdómennina sem meiðast og þurfa læknisaðstoð. Hvað í öll þessi ár hefur þetta kostað ríkið. Skiptir það eitthverju máli. Síðan var eitthver handboltamaður sem rotaðist eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg um þessa sömu helgi. Ég efast að hann hafi farið í sneiðmyndatöku og afhverju er ekki fjallað um hvað handbolti er hættulegur? Kannski er það bara orðin sjálfsagður hlutur að handboltamenn slasi sig alvarlega.
Mér finnst þessi rögstuðningur sem fjölmiðlarnir eru að gera alla trú um einfaldlega ekki vera sanngjarn.
Kveðja DFSaint