Banna box aftur
Þegar Box eða ólimpískt box eins og það er kallað var leift aftur tel ég að Íslendingar hafi stigið skref til baka í siðferði á íþróttum á Íslandi. Nú um helgina í einhverri boxkeppninni í Vestmannaeyjum var það einfaldlega staðfest sem margir höfðu verið að segja að hér er á ferðinni íþrótt ef íþrótt skyldi kalla sem er einfaldlega verulega hættuleg. Það er segir sig náttúrulega sjálft að stöðug högg á hausinn geta nú varla gert mönnum gott, og þó menn séu með grímur til að hlífa þá verður heilinn fyrir mjög miklum hristingi sem geta valdið slysum eins og raunin varð um helgina. Blæðing inn á heila er mjög alvarlegur hlutur og vert er að geta þess að talsvert betur fór á en horfðist um helgina fyrir þeim blessaða kappa sem varð fyrir þessu alvarlega slysi um helgina. Stuðningsmenn hnefaleika á Íslandi hafa verið duglegir að benda á að slysatíðni sé tildurlega lág í boxi en það er nú bara þannig að box er íþrótt sem gengur út að berja andstæðinginn í höfuðið. Það er mjög alvarlegt að fá áverka á höfuð eða heila og getur það leitt til alvarlegrar einkenna á heila sem geta komið strax fram eða seinna og jafnvel leitt menn til dauða. Menn vilja meina að þetta ólimpíska box gangi ekki út á það að berja menn í hausinn en altént þær boxviðureignir sem ég hef séð hér á landi einskorðast nánast eingöngu við högg í höfuð og því finnst mér það afar máttlaus rök að benda í einhverjar stigareglur. Vonandi þarf ekki enn alvarlegri slys að henda hnefaleikakappa hérlendis svo menn átti sig að um hættulega íþrótt sé að ræða, reyndar á ég heldur ekki von á því þar sem ég tel að boxið verði bannað fljótlega aftur.