Á næstkomandi laugardag fær John Ruiz annað tækifæri til að næla sér í heimsmeistaratitil fyrstur spænsk ættaðra þugnaviktaboxara. Fyrsti bardaginn var mjög naumur en Holyfield fékk sigurinn, óverðskuldað að flestra mati.
Nú hafa þeir báðir lofað að standa sig betur en síðast og báðir jafnvissir um sigur. Stóra spurningin er hvort Holyfield sé orðinn of gamall og slitinn af öllum sínum stórorustum. Það er reyndar búið að vera spurningin í nokkur ár og ekkert víst að hann sé búinn enn. Ruiz hefur í raun ekki unnið neinn nema Tony Tucker. Stærti bardaginn sem hann barðist fyrir utan Holyfield var við David Tua og þar var hann rotaður á 19 sekúndum.
Ég held að Ruiz muni aldrei verða A klassa boxari, málið er hvort Holyfield sé dottinn úr þeim klassa.
Hvernig sem þetta verður ætti þetta að verða skemmtilegur bardagi.