Allir þeir sem hafa áhuga á boxi ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara. Því á laugardaginn 11 okt. á að halda einskonar amature keppni þar sem ungir og upprennadi boxarar koma fram í sinni fyrstu óformlegu keppni.
Þessi keppni á að vera haldin í íþróttahúsinu í Garðinum. Þetta verða óskráðir bardagar og koma ekki fram á ferilsskrá. Þrátt fyrir það er búist við hörku bördögum.
Bardagarnir verða als fimm talsins. Þetta eru allt strákar sem eru að hefja frumraun sína í svona keppnum. Þessir strákar hafa æft á sitthvorum staðnum þar að segja hjá BAG sem er staðsett í Keflavík og hinsvegar frá Hnefaleikafélagi RVK. Allir hafa þeir æft vel fyrir þetta og það ætti enginn að þurfa að fara þarna nema að fá eitthvað fyrir penninginn.
Þetta verður haldið á laugardaginn 11 október húsið opnar Kl:19:00 og fyrsti bardaginn byrjar Kl:20:00.
Það kostar einungis 1000 krónur inn og það er vel þess virði.
Svo ég hvet þá sem hafa áhuga á ólympískum hnefaleikum að láta sjá sig, því þetta er eitthvað sem enginn sannur boxáhugamaður á að láta fram hjá sér fara.
Kveðja DFSaint