Hnefaleikafélag Reykjavíkur og BAG hafa nú sameinast í von um gott og betra samstarf.
Faxafen er einn af fáum stöðum hér á Íslandi þar sem hægt er að æfa ólympíska hnefaleika(eins og er). Þessi staður hefur uppá að bjóða fyrsta flokks aðstöðu til þess að æfa hnefaleika og einnig er ágætt lyftingaraðstaða á staðnum.
Aðstaða: Faxafen er eitt af tvem stærstu boxgymum á landinu. Stór og mikill hringur prýðir miðju gymsins. Hringurinn er löglegur keppnishringur og hefur verið notaður sem slíkur. Og ekki má gleyma 15 búðum og helling af spippuböndum sem einnig eru þar til staðar.
Þjálfari: Aðalþjálfararnir heita Guðjón Vilhelm og Fabio Quaradgehini. Guðjón hefur mikla reynslu sem þjálfari. Hann hefur mikið verið að þjálfa í Keflavík og skilað mjög góðum árangri. Hann hefur einnig sótt námskeið til bandaríkjana og er þar með löggildur hnefaleikaþjálfari(held ég).
Fabio Quaradgehini er breti sem býr yfir miklri reynslu bæði sem þjálfari og sem boxari. Hann keppti meðal annars fyrir tvo stærstu skóla á Bretlandseyjum fyrst Oxford og síðar Cambridge. Fabio geriri sig mjög skiljanlegan og talar mjög góða ensku.
Námskeið eru nú þegar hafin og ættu allir að skrá sig sem fyrst svo þeir missi ekki úr lestini. Námskeið eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
SÉRSTAKT OPNUNAR TILBOÐ: 4.900.- á mánuði ef keypt er fjögurra mánaða kort.
Skráning er nú þegar hafin í síma 4boxing (426-9464) og 8676677 eða 5814002
Boxaðu þig í þitt besta form með HR og BAG
Til að skoða stundarskrá http://boxing.is/frett.asp?id=820
Kveðja DFSaint