Klitschko v.s Jefferson
WBO meistarinn Wladimir Klitschko mun verja titil sinn þann 24 mars næstkomandi á móti Derrick Jefferson. Jefferson er að mínu mati einn allra skemmtilegast þungavigtarinn í dag og þó hef ég aðeins séð hann berjast tvisvar sinnum, og tapaði hann í bæði skiptinn! Hvað er þá svona skemmtilegt við hann? Jú, þarna er loksins kominn maður sem þorir að berjast og taka áhættu. Hann tapaði á móti David Izon þegar þeir börðust á undan Roy Jones Jr.-David Telesco, og björguðu því leiðindakvöldi með þvílíkum bardaga. Jefferson barði á Izon stanslaust í 9 lotur og var að gjörsigra hann en sprakk á limminu og hrundi í gólfið örmagna. Einnig tapaði hann fyrir Oleg Maskaev þegar að hann varð fyrir því óláni að brjóta á sér öklann í fyrstu lotu eftir að Maskaev sló hann niður. Jefferson barðist áfram fram í 4 lotu á annari löppinni en þá var bardaginn réttilega stöðvaður. Sem sagt Jefferson er kannski ekki besti boxari seinni ára en hann kann sko að vinna fyrir kaupinu og ætti að geta gert þennan bardaga skemmtilegann.