Hvað þarf kona að hafa til þess að ná langt á atvinnuhnefaleikum í dag? Hér eru þrír helstu kostirnir að mati ElDiablo.
1: Frægt ættarnafn. Tökum nokkur dæmi. Ali-Fraiser. Allir kannast við þessi nöfn og með svona nafn til að setja á auglýsingarnar getur ekkert farið úrskeiði. Þú þarft ekki einu sinni að kunna að boxa. Þú segir bara, “Pabbi minn var betri en pabbi þinn”. Síðan eru bardagarnir kynntir sem endurtekning á gömlum klassískum bardögum, t.d. Ali-Fraiser 1-2-3, nema að nú eru það dæturnar sem að reyna með sér. Þær skítkasta hvora aðra í fjölmiðlunum, rífast á blaðamannafundum og berjast svo í hringnum eins og byrjendur sem hafa ekki enn lært að slá fléttu.
2:Stærri brjóst en Pamela. Merkilegt hvað það eru til margar konur í hnefaleikum í dag sem eru bæði útlítandi eins og Playboy kanínur og “kunna að berjast”. Hvort mynduð þið frekar vilja sjá Miu St.John nakta á blaðsíðum Playboy eða í hringnum að rembast við að muna hvernig á að slá vinstri-hægri fléttu á móti vonlausum andstæðing? Ætli það sé ekki séns á að fá Pamelu sjálfa í hringinn?
3:Don King: Hér er gott dæmi. Christie Martin. Ekki sætt, ekki með áberandi stór brjóst, en með besta kynningarfulltrúa sem um getur í sögu hnefaleikanna. Martin hefur ekki barist við frambærilegan andstæðing frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið, heldur hefur hún rotað hverja óboxandi stúlkukindina á fætur annari, og þeir bardagar sem jafa verið tvísýnir eða jafnvel tapast, hafa horfið í orðagljáfri Don King. Hún á heima á sama stalli og Butterbean.
Ef ég hef sært einhvern með þessari grein biðst ég afsökunar. Ég vil bara benda fólki á að það eru mörg hundruðir, ef ekki þúsundir af góðum boxurum, karlar og konur, sem að þræla sér út í von um að fá stóra tækifærið en fá ekki af því að að ofangreind atriði eiga ekki við þau. Einnig vil ég taka fram að hliðstæð atriði er hægt að finna í atvinuhnefaleikum karla, kannski tek ég það fyrir í næstu grein.