Vargas kominn aftur! Í gærkvöldi barðist Fernando Vargas í fyrsta skiptið eftir tapið á móti Oscar De La Hoya. Hann losaði sig við Fitz Vanderpool á sex lotum og þótti líta ágætlega út en þó soldið ryðgaður (ég sá ekki bardagann). Þessi andstæðingur var auðvitað sérvalinn til að láta Vargas líta vel og líða vel á móti. Til þess að kallinn komi sér á toppinn aftur er nauðsynlegt fyrir hann að taka því rólega um skeið áður en hann fer að skora á stóru kallana aftur. Við megum ekki gleyma því að þrátt fyrir að vera tvöfaldur heimsmeistari og hafa barist við tvo bestu boxara samtímans De La Hoya og Tito, þá er Fernando bara 25 ára. Ef hann á ekki að brenna út verður hann að taka því rólega og byggja upp sjálfstraust.

Til að hjálpa sér að byggja sig upp aftur hefur hann ráðið einn heitast þjálfarann í bransanum Buddy McGirt. Það verður spennandi að sjá hvort hann getur gert fyrir Vargas það sem hann gerði fyrir Gatti. Annars er tal um að El Feroz berjist við einn meðalgóðan andstæðing næst, fari svo í Javier Castillejo. Ef hann vinnur báða þá bardaga er áætlað að hann fari næst í sigurvegarann úr Mosley-De La Hoya II. Ég spái að það verði DLH og miðað við fyrsta bardagann á milli þeirra (Vargas og DLH) ætti það að verða annað stríð og hver veit nema Vargas vinni í þetta skiptið.