Loksins eitthvað kjöt í þungavigtinni, Tyson á móti Etienne var frekar þunnur þrettándi.
Annars héld ég að allt velti á því í hvaða formi Lewis er í, andlega og líkamlega. Hann hefur ekkert barist síðan Tyson og það er liðið meir en heilt ár. Hann gæti verið orðin helvíti riðgaður, auk þess hann er 38 ára gamall. En t.d. þá var Holmes 38 þegar Tyson gekk endanlega frá honum. Og Ali var nokkurn vegin dauður úr öllum æðum þegar hann var enn að berjast um 38 ára. Og þótt Foreman hafi verið eldri þegar hann vann titil í annað skiptið, þá var Foreman með eina bestu kinnina í bransanum auk þess sem Michael Moorer ekki besti boxari í heimi, þótt ágætur hafi verið.
Með aldrinu fer snerpan og boxarar fara í meira mæli að reiða sig á líkamlegan styrk, höggþyngd og reynslu.
Líkamlega hefur Lewis einungis eitt fram yfir Klitschko, en það er faðmlengdin. Þrátt fyrir að Vitali sé hærri en Lewis er hann með aðeins styttri faðm. Hins vegar gæti verið að Lewis sem er vanur að berjast við sér minni boxara þurfi að venjast því að stinga upp og berjast upp. Reyndar verður einnig að taka tillit til þess að þegar Lewis hefur mætt hærri boxurum, Akinwande og Grant leysti hann það snildarlega.
Lewis vill gjarnan boxa “fyrir utan” og er ekki sérstaklega góður í því að berjast “inside” sjá t.d. bardagan á móti Mercer sem margir telja að hann hafi tapað. Einnig tókst Briggs að vanka Lewis, áður en Lewis rotaði hann. Báðir þessir bardaga voru Lewis hættulegir. Auk þess má segja að í bardaganum við McCall hafi Lewis sýnt sinn eina veikleika boxlega séð, sem er hvað hann er slakur þegar kemur að því að berjast “inside” Enda sést það mjög vel í bardögunum við Tyson, Tua og Rahman II, hvernig Lewis vil berjast. Dansa fyrir utan, stinga, stinga og síðan beinar hægri beint í mark. Lewis getur einnig mjög vel barist afurábak, þ.e. stungið og slegið þegar að honum er sótt, í sama mund og hann hörfar.
Stíllega séð, er ekki mikil munur á Lewis og Vitali, báðir vilja þeir stjórna bardagnum með stungum. Hins vegar er mikil getu munur á þeim, þar sem Lewis hefur mikla yfirburði, fagurfræðilega séð, og slær falleg og góð högg í öllum regnboga litum, meðan Vitali er mjög vélræn, (Ivan Drago týpa. Hins vegar hafa þeir sem hafa mætt Vitali talað um að erfitt sé að boxa á móti honum, enda hafi hann skrítinn boxstíl.
Vitali eins og Lewis vill stinga enda með góða stungu og halda andstæðingnum frá sér. Hins vegar er Vitali ágætur að verjast “inside” Hann er einungis 31 árs, með mikla reynslu úr kickboxi og síðan 33 bardaga á bakinu. Vitali er risi að burðum tæplega 2 metrar og um 120 kíló. Hann hefur aldrei verið slegin niður, aldrei lent í neinum slíkum vandræðum, ólíkt bróður sínum Wladimir. Vitali er mikill rotari með 31 rot í 32 sigrum, einungis Timo Hoffman, járnhausinn hefur farið alla leið með Vitali. Vitali hefur t.d. stoppað menn sem engum öðrum hefur tekist að stoppa t.d. Vaughn Bean og Larry Donald. Hins vegar ferilinn hjá Vitali ekki líkt því eins glæsilegur og hjá Lewis, frægasti boxarinn sem Vitali hefur mætt fyrir utan Chris Byrd(sem hann tapaði fyrir, hætti eftir 9 lotu, vegna meiðsla, en var yfir hjá öllum dómurum) er Herbie Hyde sem Vitali rotaði í annari lotu.
Plúsarnir hjá Vitali eru þeir að hann er yngri, stærri og mjög líklega í toppformi. Hann getur slegið fast og rotað þótt hann stoppi flesta með mörgum föstum höggum, en ekki með einni bombu líkt og Tyson eða Lewis. Vitali hefur það orð á sér að vera óhræddur í hringnum og þrátt fyrir að vera vélræn, vera nokkuð vel skólaður boxari. Auk þess sem kinn og vörn hans er talin nokkuð góð.
Lewis, hefur reynslu, getu, magnaða beina hægri og “ring general-ship” Hann hefur mætt stærri mönnum sem réðust beint á hann og kann að verjast slíku. Lewis hefur alltaf verið andlega sterkur, sérstaklega eftir McCall tapið. Líkamlega er hann á fallandi fæti og má ekki við að koma í hringinn þungur eða úr formi, enda líklegt að hann fari í gólfið þá eins og á móti Rahman.
nóg í bili.
kv. Astasi