Jæja ef þetta var ekki frábær bardagi þá veit ég ekki hvað þetta var.Pretty Boy sýndi það að hann er algjör snillingur.Hann útboxaði Corrales gjörsamlega og hleypti honum ekki nálægt sér.Mayweather fékk á sig 60 högg meðann að hann veitti 220.Corrales var ekki að sýna neitt og ég taldi að Mayweather hefði haft sigur í öllum lotunum.Hvort að hornið hans Corrales gerði rétt að stoppa bardagan verða menn að dæma hver fyrir sig en ég held að faðir hans hafi gert rétt að stoppa þetta.
Mayweather vill berjast við Prinsinn næst og er til í að fara niður um þyngdarflokk en HBO þulurinn hélt því fram að Prinsinn vilji ekki berjast við jafn góðann andstæðing og Mayweather.
Corrales var ekki sáttur við það að bardaginn skyldi vera stöðvaður og vissi ekki hvað hann myndi gera næst því að hann hafði ekki gert ráð fyrir að tapa.Persónulega fannst mér Larry Merchant hefði ekki átt að hafra viðtalið svona langt því að maðurinn var í miklu uppnámi og nánast tárfelldi.
Það verður gaman að sjá hvað þessir menn gera í framhaldinu.
KVeðja El Toro