Hmm mér finnst mjög ólíklegt að Box verði nokkurntíman löglegt á Íslandi. Það er bara svo margt sem mælir á móti því. Box er ein af örfáum íþróttum sem gengur út á það að rota andstæðinginn. Ég spila sjálfur “íþrótt” vil ég telja sem að á undir sama höggi að sækja og heitir hún Quake. Þar gengur leikurinn/íþróttin út á að, eins og ég býst við að flestir ykkar viti, að skjóta og drepa andstæðinginn.
Sannleikurinn er sá að í quake þá er þetta allt í gervi tölvunnar en í boxinu þá eru verið að lumbra á mönnum fram og aftur, og óttast yfirvöld frekar að þeir sem stundi box myndu nýta sér það ef að til slagsmála kæmi, alveg eins og þeir halda að við, í flestum tilvikum grindhoraðir eða spikfeitir, myndum grípa til vopna ef að við myndum lenda í slagsmálum og skjóta mann og annan. Ég styð það að lögleiða venjulegt box (þar af leiðandi ólympíubox) en ég bið ykkur að hætta að skýla ykkur á bakvið ólympíuboxið. Ég hef aldrei séð Bubba eða Ómar lýsa eða sýna ólympíubox á Sýn, né séð það í Sjónvarpinu, Skjáeinum, Stöð 2 eða einhverri annari sjónvarpsstöð.
Annars styð ég ykkur boxarana og vona að ykkur takist að fá þetta leyft.
takk
-mystic-
http://www.quake.is/cow