Slagsmál einskorðast ekki bara við íslendinga. Það sem þú “virðist” vera að tala um er bara það sem gerist á götunni korter yfir þrjú þegar allir eru of fullir til að hugsa. Hins vegar er ekki hægt að fullyrða svona, margir “slagsmálahundar götunnar” faðmast eins og hommar án þess að ná að meiða hvorn annan. Ég hef bara aldrei séð mjög háþróaðan götuslagsmálahund, fyrir mér eru þessi slagsmál sem þú ert að tala um eitthvað sem á sér stað í utandeildinni, þarna eru óregluseggir sem hafa e.t.v. horft á Jet Li og ekki þrifist í bardagaklúbb því þeir hafa ekki haft agann til að halda áfram og læra, heldur djammað og slegist. Það liggur alveig hreint og klárt í augum uppi að þeir sem hafa mestu kunnáttuna eru í klúbbunum, þeir eru ekki á götunni (þarafleiðandi vil ég ekki viðurkenna þig sem einhvern nagla þó þú hafir verið í Sniglunum). Ég vil taka eitt smá dæmi: Ég hef æft karate í langan tíma (það þíðir samt ekki að ég sé að segja að Karate sé eitthvað betra en annað) og hnefaleika svolítið með. Ég æfði einnig svolítið judo hjá Bjarna Friðriks um tíma (Mér finnst að áhugamenn um MMA ættu að sækja meira í kappa eins og Bjarna) og ég er einfaldlega á þeirri skoðun að maður eins og Bjarni (sem er á miðjum aldri) gæti PAKKAÐ ÖLLUM svokölluðum riddurum götunnar saman og farið létt með. Athugið að ég er heldur ekki að segja að Bjarni sé eini fighterinn, mér finnst bara gaman að nota hann sem dæmi því að hann gæti verið pabbi allra þessara svokallaðra götufightera.