Málið er bara þannig að þeir verða í sama húsi en ekki saman í hringnum.
Umboðsaðlir Lewis og Tyson eru núna að reyna að koma af stað upphitun
fyrir næsta Lewis - Tyson bardaga með því að láta þá berjast á sama tíma.
Buffalo, New York er þá sennilega líklegasti staðurinn til að halda bardagann.
Lewis myndi þá keppa við Vitali Klistko, Kirk Johnson eða heimamanninn Joe Meshi
sem er ósigraður og nýtur gífurlegar vinsælda í Buffalo þannig að enginn vandræði væri að
selja miða. Ralph Wilson leikvöllurinn þar sem Buffalo Bills leika er strax búið að nefna.
Umboðs maður Tyson sagði um daginn að villidýrið ætlaði allavegna að taka 2 bardaga áður en
hann myndi leggja í titilinn.
Allt er enn óljóst með Lewis og gæti svo farið að hann missi beltið til Vitali neiti hann að berjast.
þetta eru nú bara allt saman vangaveltur og er ekkert stadfest ennþá og á sennilega eitthvað eftir að breytast. Boxarar eru nú verri slúðurkerlningar en íslenskar húsmæður. menn verða bara að fylgjast með og sjá hvað setur.
———-