Hápólitískt box
Boxið í gær hljómaði mjög vel fyrir fram. Fyrst einhverjir sæmilegir upphitunarbaragar og síðan David Tua á Móti Hashim Rahman og þar á eftir Bernard Hopkins að verja titil sinn. Þetta eru 3 stór nöfn á einu kvöldi og er ekki furða að maður hafi vakið eftir þessu. Í byrjun kvöldsins hélt Don King langa ræðu um stríðið. Fór að segja hvað bandaríkjamenn væru miklar hetjur, berjast fyrir frelsi og bla bla bla, allt úti bandarískum fánum, þjóðsöngurinn sunginn á áberandi vegu. Manni langaði til að æla þegar maður heyrði í djöfulls hræsnaranum, þessi maður er morðingi og glæpamaður og þykist vera einhver engill. En nóg um það síðan komu ágætis upphitunarbardagar þar sem voru einhverjir bræður í báðum bardögunum, í rauninni ekkert merkilegt að segja um það samt. Síðan voru það tveir hlunkar sem mættust í hörkubardaga. Rahman byrjaði betur en Tua snéri bardaganum sér í hag fljótlega með rosa bombum. Ég hefði nú viljað sjá Rahman fara niður en hann stóð þetta allt af sér og endaði bardaginn sem jafntefli. Þá var það “aðal” atburður kvöldsins. Það var frakki sem barðist á móti Hopkins. Tilviljun? Ó NEI! Bandaríkjamenn tóku einhvern franskan ræfil til að verða laminn því að frakkar eru svona mikið á móti stríðinu. Bandaríkjamenn vilja geta sagt HA! sjáið við erum bestir í öllu, kóngar heimsins! 120 kílóa Mcdonalds ætur sitjandi fyrir framann skjáinn ætandi snakk með bandaríska fánann í hendinni, ég get séð þetta allt fyrir mér! En frakkinn lét ekki berja sig, hann ákvað að flýja lengi og halda sér frá til að gera könunum þetta ekki til geðs, og fagna ég honum fyrir það. Hann var með sterka kinn og beitti bellibrögðum til að lifa af eins og T.D. að láta sig þetta áður en Hopkins kláraði hann. Þetta gekk svona eins og leikur kattarins að músinni þar til menn í horni Frakkans nenntu þessu ekki og stoppuðu bardagann. Enn einu sinni fær maður að sjá stórmennsku brjálæði hjá helvítis könunum. Boxið er orðið hápólitísk sýndarmennska í stað góðrar íþróttar, hvernig væri að leyfa okkur að sjá Hopkins á móti De La Hoja í staðin fyrir þessari frönsku hárkollu!!?