Það er mjög djarft að spá Rahman sigri á rothöggi, Rahman er reyndar með höggþyngri mönnum í vigtinni í dag, 29rot í 35 sigrum og ljóst að hann getur slegið, (lewis mann örugglega eftir því)Hins vegar er Rahman nú ekki með neina super kinn, Oleg Maskaev sló Rahman út úr hringnum og Lewis gjörsamlega rotaði hann og Corrie Sander sló hann niður en var síðan rotaður sjálfur seinna í bardaganum. Fyrir utan að Tua TKO-aði hann (dómarinn stöðvaði bardagann)
Tua hefur hins vegar aldrei verið slegin niður og aldrei lent í neinum vandræðum og hann hefur mætt stórum roturum, eins og Lewis, Ike Ibeabuchi og Oleg Maskaev. Tua hefur farið niður á hnéið einu sinni í sínum hnefaleikaferli og það var þegar hann var áhugamaður og höggið sem gerði skaðan var “body punch”. Sumir sem hafa skoðað Tuaman segja að eina leiðin til þess að Tua fari niður er “body Punch” það sé engin leið að rota hann. Tua hefur alltaf lent í vandræðum þegar hann hefur mætt hreyfanlegum boxara sem hefur bæði kunnað að nota stungur og hraðan fótaburð til þess að halda Tua frá sér. t.d. Chris Byrd og Lewis. Á móti Ike Ibeabuchi var haldin flugeldasýning og margir á því að Ibeabuchi hefði í raun ekki sigrað og dómurinn umdeildur.
Ef Rahman á að sigra að mínu mati verður hann hreyfa sig og stinga, passa sig á því að láta ekki króa sig af í hornum eða upp við kaðlanna. Tua er einhæfur veður inn og reynir að slá króka og þá sérstaklega vinstri krók sem hans mesta vopn. Tua hefur ekki verið þekktur fyrir að “skera” hringin vel, hins vegar er hann þolinmóður og gefst aldrei upp. Ef Rahman hefur þolinmæði, úthald og andlega getu til þess að boxa í tíu lotur (held að bardaginn sé einungis 10 lotur) mun hann sigra. Ef hann er ekki tilbúin eða heldur að hann geti meitt Tua er hann í vandræðum og mun verða rotaður. Hann getur reynt að slá kraft úr Tua með “body” höggum, það hefur nú reyndar aldrei verið reynt en ég man eftir því að þau högg sem virtust angra Tua mest á móti bæði Byrd og Lewis voru krókar í síðuna.
Kv. ASTASI