Sannleikurinn um Hnefaleikanefnd ÍSÍ


Eftir umdeilda keppni í hnefaleikum þann 8. mars og þá umræðu sem um hana hafa skapast sér stjórn Hnefaleikafélags Reykjavíkur sig tilknúna til að bregðast við þeirri ófrægingarherför eins fyrrum nefndarmanna Hnefaleikanefndar ÍSÍ, Ásbjörns Morthens
þar sem hann, eins og svo oft áður rýkur í fjölmiðla með málefni sem hann virðist litla sem enga þekkingu hafa á og fara með tómar fleipur.

Það furða sig en fleiri á því hvernig það kemur til að þessi ágæti tónlistarmaður var fenginn til nefndarstarfa innan Hnefaleikanefndar ÍSÍ, en til að geta talist gjaldgengur til slíkra
starfa er skilyrði að viðkomandi starfi í umboði viðurkennds félags tengdu hnefaleikaíþróttinni, og við getum sagt það með vissu að svo er ekki í þessu tilfelli, einu rökin hingað til
fyrir setu viðkomandi í nefndinni voru þau að hann sé “sérlegur” áhugamaður um íþróttina sem slíka og að hann hafi hlotið dóm fyrir brautryðjendabaraáttu sína fyrir því að íþróttin yrði
leyfð í ljósi undangenginna dóma yfir fjórum einstaklingum árið 1997, þar sem þessi nafntogaði einstaklingur í hýenuskap sýnum reyndi að skjóta sér einum undan ábyrgð með því að bera fyrir sig tjáningarfrelsi listamanns, en skilja hina þrjá eftir með ábyrgðina
sem þeir fúslega gengust við, svo reyna mætti á lögin umdeildu frá árinu 1956.

Það getur ekki annað en skotið skökku við að á sama tíma og þessi nafntogaði einstalingur sem í hefur farið mikinn sl. 20 ár í baráttu sinni gegn misrétti og óréttlæti skuli leyfa sér að setjast í dómarasæti og gaspra níð um menn sem hafa lagt á sig mikið starf í þágu íþróttarinnar og unnið fyrir atkvæðarétti sínum frekar en að vera að slá sig til riddara í fjölmiðlum í nafni hnefaleikanna í algjörri óþökk nánast allra iðkenda íþróttarinnar eins
og Ásbjörn hefur gert sl. ár.

Það hljómar líka en einkennilegra að á sama tíma skuli sami maður sitja fastnær öll laugardagskvöld og lýsa beinum sjónvarpsútsendingum frá atvinnumannahnefaleikum og ausa yfir land og þjóð setningum eins og “þetta er bardagi upp á líf og dauða”.
Má ekki draga þá ályktun að þetta sé slæmt fyrir þá hnefaleika sem boðið var upp á í Laugardalshöll og varði við landslög!

Er það ekki en meiri hroki af manni sem búinn er nú að lýsa því nú opinberlega yfir að hann beri hag íþróttarinnar sérstaklega fyrir brjósti, að á sama tíma og þessar viðureignir í áhugamannahnefaleikum fóru fram í Laugardalshöllinni, sitji þessi sami maður í útsendingu og lýsir atvinnumannahnefaleikum, í beinni samkeppni við þennan atburð, þetta hafa margir furðað sig á.
En fleirri hafa orðið til að spyrja, er Ásbjörn Morthens orðinn framkvæmdar og dómsvald íþróttahreyfingarinnar eftir “rúnt” hans á milli sjónvarps og útvarpsmiðla, allra í eigu Norðurljósa að sjálfsögðu nú á dögunum, þar sem hann á að sjálfsögðu greiðan aðgang meðal kollega sinna.

Hnefaleikanefnd ÍSÍ var falið það hlutverk að móta stefnu íþróttarinnar fyrstu skrefin en því miður náðist aldrei eining innan hennar og logaði nefndin í illdeilum nánast frá fyrsta fundi hennar, einkum vegna hagsmunaárekstra einkafyrirtækja
sem vildu tryggja sér greiðan aðgang að íþróttinni, þar sem hún þykir afbragðs sjónvarpsefni.
Hvað er þá hentugra eða heppilegra fyrir slíkt fyrirtæki en að hafa sinn fulltrúa innan nefndarinnar “innherja” sem farið getur fram á að sjá mótadagskrá félaganna sem ætla sér að sækja um mót og það geta varla talist óheppilegar upplýsingar þegar
innherjinn getur síðan komið þeim skilaboðum áfram til sinna yfirboðara svo bregða megi fæti fyrir hugsanlega samkeppni, sem í þessu tilfelli var gert!
Til að bíta hausinn af skömminni sagði þessi sami maður í útsendingunni sem fór fram á sama tíma og boxið í Höllinni eitthvað á þá leið á það gæti enginn nema Sýn og starfsfólk Norðurljósa
sett svona viðburð upp svo sómasamlega sé, ef fólk sér ekki hrokan, sjálfselskuna og hræsnina sem er að sliga þennan að verða afdankaða tónlistarmann, bið ég viðkomandi að panta tíma
í uppherslu hjá sálfræðingi.

Hjá sérsamböndum í Evrópu eru til reglur sem banna sjónvarpsútsendingar á samskonar íþróttaefni, fari slíkir
viðburðir fram á sama tíma í heimalandinu.
Þetta er hlutur sem ÍSÍ á að skoða, allri hreyfingunni í hag.

Hnefaleikafélag Reykjavíkur og þeir sem að því standa er það afl sem harðast hefur gengið fram til að vinna íþróttinni brautargengi og við drögum ekkert úr því áliti okkar að allar íþróttir
eigi rétt á sér, enda snýst þetta um frelsi einstaklingsins til að velja og hafna.
Við værum við ekki samkvæmir sjálfum okkur ef við teldum annað.
Félagið er enginn málsvari annara íþróttagreina, en við teljum að nú sé tímabært að Íþróttasamband Íslands setji á stofn starfshóp sem kanni stöðu annara íþróttagreina á borð við margumrædda Muy Thai og aðrar álíka bardalistir, kanni lagalega stöðu slíkra greina og kynni sér málin til hlítar af hlutleysi og hafi það að leiðarljósi að íþróttir eru fyrir alla, ekki bara þær sem þóknanlegar eru stjórnarmönnum hreyfingarinnar á hverjum tíma.
Það hefur komið fram áður í fjölmiðlum hverjir stóðu að baki umræddum sýningum í þessum greinum og við sem félag ætlum að axla þá ábyrgð og taka þeirri niðurstöðu framkvæmdarstjórnar ÍSÍ, og viljum
biðja þá afsökunnar sem telja sér á einhvern hátt misboðið af þessari sýningu.

Sigurjón og Óli