
Allavega, nú er þetta búið og tími til að pæla í bardaganum. Það verður að segjast eins og er að Mosley virkar ekkert voðalega ósigrandi í augnablikinu (þið vitið afhverju). Þó að hann hafi unnið fyrri bardagann hefur það ekkert að segja um úrslitin í þessum. Töpin á móti Forrest má kannski skrifa á stíla en þau hljóta að hafa haft sálræn áhrif á Mosley.
Það eru nokkrar breytur í þessum bardaga sem eru frábrugðnar frá þeim fyrri.
Í fyrsta lagi þá fer bardaginn fram í súper veltivikt, flokkur sem De La Hoya er búinn að koma sér þægilega fyrir í en Mosley hefur sama og enga reynslu í.
Í öðru lagi barðist De La Hoya eins og ryðgað vélmenni í fyrri bardaganum en mun ekki gera það með nýja stílnum sínum og Floyd Mayweather sr. í horninu.
Í þriðja lagi þarf Mosley eiginlega sigur áður en hann fer í Oscar bara til að fá smá sjálfstraust. Marquez bardaginn gerði ekkert fyrir hann. Þar á móti er De La Hoya með vaðandi sjálfsöryggi um þessar mundir.
Í fjórða lagi þá getur Oscar notað bardagana við Forrest sem “blueprint” til að búa til gameplan.
Af þessum ástæðum held ég að De La Hoya taki þetta í þetta skipti. Þó á auðvitað aldrei að afskrifa Mosley.
heimildir:
fightnews.com
maxboxing.com