Boxheimurinn hefur oft talað um að vilja stóran óumdeildan heimsmeistar, við höfum hann núna Lennox Lewis og mér finnst að hann geti ef hann er andlega tilbúin, barist áfram með sæmd í 2 til þrjú ár.
Wladimir Klitschko átti að vera arftaki Lewis, jafnvel Steward þjálfi Lewis talaði um það. Wladimir er búin að tapa tvisvar illa, hins vegar er ljóst að hann er mjög hæfileikaríkur boxari og bara vegna aldurs 26 ár á hann eftir að keppa um titilinn. Bandaríska boxpressan tókst að tala Michael Grant upp í hæstu hæðir áður en Lewis rotaði hann og McCline sló hann niður. Teddy Atlas er að þjálfa Grant og hann er ungur, alveg eins og Klitschko, rosalegur skrokkur og ljóst að hann á eftir að gera tilkall til titilsins.
Ef frá eru taldir þeir sem nú halda á heimsmeistaratitlum, Byrd, Jones jr, Lewis og Sander sem eiga allir það sameiginlegt að vera komnir á síðari stig feril síns eða eiga ekki raunhæfa möguleika að mínu, á að halda titlinum ef þeir mæta alvöru andstæðing (fyrir utan Lewis og kannski Byrd): Það sama á við um Tyson og Holyfield, þeir gætu unnið titil á einhvern hátt en aldrei náð að vera óumdeildir meistarar og líklega yrði sá titilsigur þeirra svanasöngur.
Að mínu mati eru Klitsckhobræðurnir, Tua, og Grant þeir líklegustu að mínu mati til þess að að taka eiga möguleika á því að kallast óumdeildir. Kirk Johnson er annar boxari sem á möguleika en þó fjarlægan.
Þegar talað er um þá efnilegustu og áhugaverðustu er það mitt mat að nokkrir boxarar séu efnilegustu og líklegastir til þess að veita Klitsckho, Tua og Grant og arftökum þeirra mesta keppni þegar fram líða stundir:
En þeir eru Samuel Peter frá Nigeríu 13-0 12rot sterkur boxari og höggþungur, hefur ekki mætt raunverulegum andstæðingi enn er byrjaður að vekja mikla athygli. Þykir um margt líkur Ike Ibeabuchi sem þótti afskaplega efnilegur á sínum tíma áður en hann klikkaðist.
Annar mjög efnilegur er Ruslan Chagaev 5-0-1 4rot frá Usbeskistan, sterkur boxari með góðan áhugamannaferil, sigraði t.d. Felix Savon Kúbumanninn fræga tvisvar sem áhugamaður.
Annar Usbeki hefur vakið mikla athygli, og er í dag þjálfaður af Angelo Dundee þeim sem þjálfaði Ali en það er Sultan Ibragimov 5-0 5rot silfurverðalaunahafi á Olympíuleikunum í Sidney.
Sá fjórði og sé sem hefur fengið mikla mikla athygli er Audley Harrison, 9-0 6rot olympíumeistari. Mér persónulega finnst Audley ekki vera neitt sérstakur minnir mig mjög á Henry Akinwande, enda mjög hávaxin. Hann er hins vegar örvhentur og bandaríska boxpressan er mjög hrifin af honum, sérstaklega Max Kellerman.
Aðrir sem eiga skilið að á þá sé minnst eru menn á borð við:
Juan Carlos Gomez 36-0 31rot fyrrverandi milliþungavigtarmeistari sem er að verða ógurlega sannfærandi þungavigtarmaður.
Joe Mesi hefur verið brennimerktur sem annar “Great White hope” með verndaðan feril en hann er 24-0 22rot. Ég hef séð Mesi berjast við Izon og hann er allt í lagi boxari, og í raun eru 20 fyrstu á ferilskránni hans ekkert verri en þeir 20 fyrstu hjá Tyson karlinum.
Sinan Samil Sam 17-0 10rot er annar afburðar áhugamaður sem hefur gert góða hluti sem atvinnumaður án þess að vekja mikla áhygli. Hann er Evrópumeistari og rotaði Danny Williams sem fyrir þann bardaga var ætlað að berjast við Klitsckho og spá nokkrum frama. Samil Sam er hins vegar ekkert augnayndi að sjá og því eru margir sem afskrifa hann, hins vegar hefur hann unnið allar þær hrindranir sem fyrir hann hafa verið lagðar. Það sama á við um
Richel Hersisia 18-0 14rot “hollenski Sonny Liston” sem hefur litla athygli fengið.
Eins og sést er uppskera Bandaríkjamönnum frekar rýr á þessum lista hjá mér, en sannleikurinn er sá að bandaríkjamenn hafa átt í miklum erfileikum í boxinu síðstu ár. Á olympíuleikunum í Sidney unni þeir ekki eitt einasta gull er ár og síð síðan slíkt gerðist. Einnig á boxið í mikilli samkeppni við aðrar íþróttir á borð við körfubolta og bandarískan fótbolta um stóra og sterka stráka í þungavigtinni, og margir þeirra sem stunda box eru fyrrverandi körfubolta eða fótboltamenn eins og Grant og McCline.
Nóg í Bili, KV ASTASI