….ef hann væri ekki inni í geðdeild þessa dagana, leyfi ég mér að fullyrða.
Ibeabuchi þessi var búinn að koma sér vel fyrir í Þungavigtinni og var meðal annars fyrsti maðurinn til að sigra David Tua. Sagt er að viðurkenningin sem hann fékk eftir sigurinn á Tua, hafi stigið honum það mikið til höfuðs, að hann hafi orðið hálfklikkaður.
Ein sagan af honum er þannig að þegar hann var á leiðinni út í flugvél ásamt umboðsmanni sínum, hafi hann þverneitað að stíga um borð vegna þess að það væru djöflar(demons) um borð í vélinni. Hann hefur einnig verður fangelsaður fyrir grófar líkamsárásir. Umboðsmenn hans reyndu eins og þeir gátu að halda honum réttu megin við strikið, enn ekkert gékk.
Nýjustu fréttir af Ibeabuchi eru þær að hann á að mæta fyrir rétt þann 8.febrúar n.k þar sem dæmt verður um hvort það eigi að þvinga lyfjunum hans oní hann, enn hann hefur alltaf verið mjög tregur við að taka inn lyfin sín.
Það er mikið svekkelsi þegar hæfileikar eins og Ibeabuchi hefur fara í vaskinn, og því miður er alltof mikið um það í boxinu. Sérstaklega er það leiðinilegt í Þungavigtinni þar sem skorturinn af góðum mönnum er langmestur.
Kveðja Rastafari