ég ætla nú að byrja á því að óska aðstandendum hnefaleikakeppinnar síðastliðin laugardag til hamingju með góða og velskipulagða keppni. Nú er spurning hvort það sé ekki komin tími að að skipuleggja íslenska mótaröð og Íslandsmeistaramót til þess að byggja undirstöður fyrir áframhaldandi iðkun og keppni í ólympískum hnefaleikum. Ég sé fyrir mér að haldin verði stór haust og vormót, auk þess sem Íslandsmeistaramót verði haldið í byrjun desember ár hvert. Ég held að því fyrr sem okkur tekst að byggja upp sterkar hefðir og mót, því betra. Ég sé einnig fyrir mér að sumarið yrði notað fyrir klúbbanna fyrir lítil æfingamót og keppnisferðir erlendir o.m.fl. Auk þess sem það er nauðsynlegt að halda strax dómaranámskeið og veita mönnum réttindi sem dómarar.
Annars er það ætlun mín að fjalla hérna um tap Wladimir Klitsckho á móti Corrie Standers um helgina.
Það er ljóst að Klitsckho þarf að endurskipuleggja sig algjörlega ef hann á að geta endurheimt hluta af þeirri mystic sem var að byggjast upp um hann en hann er ungur maður 26 ára gamall og allar líkur á því að hann nái sér.
Sander hins vegar sýndi og sannaði að hann er ekki eins og sumir segja “Journeyman” heldur vel skólaður, hraður og höggþungur boxari. Einnig ef lítið er á ferilinn hjá Sander, þá hefur hann einungis tapað tvisvar og í seinna skiptið gegn Hasim Rahman, en Sander sló hann niður í fyrstu lotu áður en Rahman náði að rota hann í síðari hluta bardagans. Sanders þarf að berjast aftur við Klitschko vegna ákvæðis í samingi um annan bardaga, hins vegar á hann kröfu um að berjast einn bardaga áður en hann berst við Wladimir aftur. Spurning hvað Sanders gerir, hann hefur lýst því yfir að honum langi að berjast við einhvern frægan boxara á Robben eyju í Suður-Afríku, þar sem Mandela var haldið í yfir 20 ár. Sander boxar undir Lion umboðsfyrirtækinu hans Lewis og því auðvelt að koma þeim bardaga á, ef Lewis vill endurtaka leikinn frá því fyrir tveimur árum, þegar hann var rotaður af Rahman í Suður-Afríku. Hins vegar held ég að Sander muni taka léttann bardaga áður en hann mætir Wladimir aftur, spurning um Lamon Brewster eða einhvern í þeim flokki, jafnvel Botha. En bardagi milli tveggja þekktustu þungavigtarboxara Suður-Afríku yrði líklega mjög stór atburður, og Sanders hefur í gegnum tíðina lagt hart að Botha að berjast við sig, en Botha alltaf haldið því fram að Sanders væri ekki nógu mikið nafn fyrir sig, slíkt er ekki lengur til fyrirstöðu eftir sigur Sanders á Wladimir. Annars held ég að Sanders eigi því miður ekki mikið eftir af ferli sínum, og ef hann vinnur Wladimir aftur, held ég að hann muni varla berjast í meira en eitt til tvö ár til viðbótar. Enda maðurinn að nálgast fertugt. Hins vegar hefur hann sannað að hann er ekki orðin tóm eða loftið eitt, heldur nokkuð góður og sterkur boxari, enda gefur ferilinn ekkert annað til greina en að hann sé nokkuð góður.
Wladimir, stendur nú aftur fyrir framan þá staðreynd að hann tapaði, og ekki bara tapaði heldur var rotaður og átti aldrei möguleika í þessum bardaga. Wladimir sagði í viðtali að allir meistara töpuðu, þar á meðal átrúnaðargoðin Max Schemling og Ali. Hins vegar töpuðu Schemling og Ali ekki fyrir mönnum sem voru álitnir top 30 heldur fyrir meisturum eða fyrrverandi meisturum, Schmeling t.d. fyrir Joe Louis og Max Baer og Ali fyrir Fraizer. Tapið er því mun verra fyrir ímynd Klitschko og feril hans. Hins vegar hefur boxheimurinn alltaf talað um að “raunverulegur” meistari sé sá sem kemur aftur eftir tap og vinnur, það er það sem Klitschko verður að gera, hann verður að berjast og vinna Sanders.
Hins vegar opnar þetta tap einnig nokkrar dyr fyrir Wladimir, þar sem hann er ekki lengur á WBO meistari getur hann fengið skráningu á IBF, WBA og WBC listunum þar sem reglan er að skrá ekki meistara annara samband, þótt Klitschko vinni ekki aftur WBO titilinn, sem er talin sístur þeirra fjóru stóru. Getur hann með því að vinna nokkra Bplús boxara eins og hann hefur verið að gera eða menn á borð við Kirk Johnson eða Fres Quendo komist það hátt á lista að hann eigi kröfu um að berjast um titil. Auk þess sem nú hugsi margir boxarar sig um, að berjast við hann eftir að þeir sáu hvernig Sanders lék Wladimir. Það að tapa þýðir oft að fleiri vilja berjast við þig.
Wladimir getur einnig tekið Lennox Lewis sér til fyrirmyndar, Oliver McCall og Hasim Rahman, rotuðu Lewis báðir, Wladimir sýndi mikið hugrekki á móti Sander með því að fara fjórum sinnum á fætur eftir að hafa verið slegin niður. Lewis steinlá á móti Rahman og var mjög seinn að standa upp á móti McCall og eins og Wladimir var hann rotaður í annarri lotu. Lewis barðist við tvö B-boxara í tveimur næstu bardögum, vann sig upp úr tapinu, fór gegn Tommy Morrison og Ray Mercer áður en hann barðist aftur við McCall sem fékk taugaáfall í hringnum.
Wladimir á alla framtíðina fyrir sér líkt og Lennox árið 1995 þegar McCall rotaði hann, í bardaga þar sem Lennox átti að vinna á pappírunum enda McCall 24-5 og áhugamaður um eiturlyfjaneyslu en Lennox líkt og Wladimir fyrrverandi Olympíumeistari og þar af auki ósigraður.
Það sem kannski sýnir að boxið þarf á Wladimir að halda er hvernig hann stóð sig eftir bardagann; Þakkaði Sanders fyrir og var kurteisin uppmáluð, hann þakkaði einnig Sanders sérstaklega fyrir þá kennslustund sem hann fékk frá honum, en það að senda Wladimir í tossabekk þungavigtarinnar eins og margir í boxheiminum hafa gert er rangt þar sem það er mun meira í Wladimir spunnið og hann mun næstu ár vera ein af fimm sterkustu boxurum þungavigtarinnar hvort sem hann nær að hefna fyrir háðulega útreið sína á móti Sanders, eður ei.
nóg í bili,
kv. ASTASI