Dr. Wladimir Klitschko, Sá besti í dag? Wladimir Klitscho er frá úkraínu, hann hóf atvinnuferilinn sinn fyrir rúmum 6 árum en er aðeins 26 ára og hann er með PhD gráðu í íþróttavísindum. Hér eru smá tölur um hann:

Hæð: 6´7“
Faðmur: 81”
Aldur: 26 ára
Þyngd: í kringum 120 kg?

Ferill: 40-1-37

6x WBO, WBC int, Evrópumeistari.


Hann hefur rotað andstæðinginn í yfir 90% af bardögum sínum og aðeins tapað einu sinni, þá tapaði hann á móti Ross Purity þar sem dómarinn stöðvaði bardagan í 11 lotu, Klitschko var of ungur og ekki tilbúinn í svo erfiðan bardaga, einnig voru einhver vandamál að hremma hann fyrir bardagann. Þrátt fyrir að vera ungur er hann með mikla reynslu og hefur keppt yfir 200 áhugamanna bardaga og 41 atvinnu.

Wladimir Klitschko er líklega besti þungarvigtarboxari í heiminum í dag en hefur ekki fengið tækifæri til að keppa við þá bestu sem fela sig bakvið helvítis glæpamanninn Don King. Það er kannski rétt að nefna að bróðir hans Vitali átti að berjast við Lewis í síðasta mánuði en Lewis hefur séð að þessi bardagi gæti verið of erfiður og guggnað, Vitali kærði en fékk ekki að keppa og var samið um að hann fengi Holyfield í staðinn og verður það eflaust mjög gaman að sjá, þó þetta sé vitlaus bróðir enda eru flestir sammála um að Wladimir sé hæfileikaríkari.

Hann Wladimir sigraði Chris Byrd sem er talinn vera einn sá allra besti hann keppti líka nýlega við Jameel McCline, fyrrverandi heimsmeistara sem er með eina hörðustu kinn bransans og hafði ALDREI verið sleginn niður þó hann hafði barist á móti mönnum eins og Lewis, Holyfield og Tyson líka held ég, en Wlad hafði ekki mikið fyrir því að slá hann tvisvar niður og niðurlægja algjörlega þar til dómarinn stöðvaði bardagann og Klitschko vann á tæknilegu rothöggi.

Wladimir er með ómannlegan höggþunga og glæsilegar stungur, hann sameinar þetta og gengur yfirleitt frá andstæðingum sínum.

Loksins fáum við að sjá Wladimir á Sýn næsta föstudag það er gífurlega langt síðan að ég sá hann síðast, ég man ekki einu sinni eftir því! Þá mun hann verja WBO beltið sitt á móti áskorandanum Corrie Sanders sem er fyrrverandi WBU meistari. Ferill Corrie Sanders er 38-2-28. Corrie sanders keppti við Hashim Rahman sem rotaði Lewis og tapaði naumlega, hefði Sanders unnið Rahman þá hefði það verið hann sem farið hefði á móti Lewis. Þannig að þetta er enginn aumingi sem Klitschko er að fara að mæta og verður örugglega mjög gaman að fylgjast með þessum bardaga á laugardaginn.

Hvað finnst ykkur um bardagann á laugardaginn, hverjar eru ykkar spár? Ég spái Wladimir rothöggi snemma í bardaganum hvað um ykkur?

Takk fyrir,
Lyrus.