John Ruiz var um 113 kíló á vigtinni en hann var vigtaður á nærbuxum. Roy Jones Jr lét vigta sig í íþróttagalla og skóm og var um 96 kíló. Spurning hvort Jones sé um 90-92 kíló þegar hann mættir í hringinn.
Ég tel þetta merkja það að Jones ætli sér að halda snerpu og hraða og sjái sinn möguleika í því að boxa í kringum Ruiz í tólf lotur.
Ruiz er nokkuð léttari en hann hefur verið áður og af myndum að dæma virðist hann vera í fantaformi.
Heyrst hefur að lítill áhugi sé fyrir bardaganum, að einungis sé búið að selja um helming miða, og er það mjög leitt þar sem þetta er að mínu mati einn merkilegasti bardagi ársins í ár (jafnvel Tua - Tyson eða Lewis Klitschko eru ekki eins merkilegir að mínu mati) því ekki bara er Jones að reyna að leika sama leik og Spinks heldur verður hann fyrsti maður síðan Bob Fitzimmons til að vera Super-millivigtarmeistari, og Þungavigtarmeistari, en Fitzimmons rotaði Gentelman Jim Corbett seint á 19öld.
Einnig er þetta stærsti bardagi Ruiz á ferlinu, því þótt Jones sé léttþungavigtarmeistari, er hann talin einn hæfileikaríkasti og besti boxari í heimi.
Sumir boxspekingar hafa velt fyrir sér hvað muni gerast eftir bardagan og komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé í raun “no win situation” fyrir báða: Ef Jones vinnur, verður sagt að hann hafi unnið lélegasta þungavigtarmeistara í langan tíma og ef Ruiz vinnur verður sagt að hann hafi unnið léttþungavigtarmeistara sem í raun sé uppblásinn super-millivigtarboxari.
Þótt einhver sannleikur sé í þessu, er ljóst að boxheimurinn er mjög æstur yfir þessum bardaga og hefur í raun verið að bíða eftir svona bardaga síðan Holyfield og Moorer stigu upp úr Cruiservigtinni til þess að berjast sem þungavigtarmenn.
nóg í bili. Kv. ASTASI