Tyson gerði það sem ætlast var af honum, og þessi hægri krókur hafði tilætluð áhrif, hins vegar er Etienne ekki top 20 jafnvel ekki top 30 boxari og í raun litlu betri en Julius Francis eða Orlin Norris. Þannig að þetta kom ekkert á óvart.
Hins vegar kom það mér mjög á óvart hvað Etienne byrjaði hratt og af miklum krafti, jafnvel Lewis og Holyfield sem lömdu Tyson nokkuð duglega byrjuðu ekki svona hratt. Etienne hefði átt að vera í Surival mode fyrstu lotuna en ekki keyra beint á Tyson, sem er alltaf góður fyrstu loturnar.
Annar var þetta góður sigur og setur upp Tyson Lewis II, hins vegar hlustar örugglega engin á Tyson, þ.e. hann þarf ein til tvo bardaga til þess að vera tilbúin í Lewis, kannski á móti stórum boxurum. En líklegast er að vegna peningavandamála fari Tyson aftur í hringinn í sumar á móti Lewis og því miður tapi, allavega að mínu mati.
Tyson getur haldið áfram að berjast við menn á borð við Etienne, jafnvel farið í heimsreisu og barist um víða heim og tekið heim fullt af peningum og aldrei tapað. Eins og hetjan hans Jack Johnson gerði eftir verið rekin frá Bandaríkjunum. Hins vegar held ég að hann muni tapa ef hann reynir ad taka þá bestu, Tua, Klitschkobræður, Lewis, og jafnvel Rahman ætti góða möguleika á móti honum, fyrir utan Holyfield sem “has his number” Ef Tyson ætlar að undirbúa sig vel fyrir bardagan við Lewis held ég að Tyson ætti að berjast við Grant eða McCline, þeir eru báðir stórir strákar sem hafa ekki næga boxreynslu (nánast engan amature feril) eða hæfileika á við Lewis eða Klitschko, eða höku eins og Tua.
kv. ASTASI
Það er alveg rétt Tyson ætti að fara í annað hvort Grant eða McCline. Helst í næsta bardaga það yrði góður mælikvarði á það hvort hann á einhvern sjéns í Lewis í framtíðinni. Það verður að viðurkenna að Tyson gerði vel að klára Etienne. Annars finnst mér dálítil skítalykt af því hvernig bardaginn kláraðist, Etienne tók góminn úr sér, mjög yfirvegað þar sem hann lá, og beið eftir að vera talinn út, síðan rauk hann upp strax á eftir blaðskellandi. Hann tók vissulega þungt högg en ég held að hann hafi ekki viljað halda áfram, verið sáttur við að fá milljón dollara fyrir 49 sek.
Svo finnst mér dálítið þreytandi hvað Tyson fylgjendur eru alltaf að hamra á því að Holyfield hafi unnið Tyson með sköllum, eru menn alveg heilaþvegnir af Bubba. Ég man þegar Tyson var búinn að bíta Holyfield í sitthvort eyrað þá talaði Bubbi um að þetta hefði verið neyðarráð hjá Tyson vegna þess hve Holyfield berðist óheyðarlega. Þetta er líkar trúarbrögðum ,hvernig sumir halda upp á Tyson, heldur en hnefaleikaáhuga. Allan sinn feril hefur Tyson verið þekktur sem BULLY og notað bæði olnboga og haus til þess að vinna á mönnum. Holyfield tók hann bara, var með rétta bardagaáætlun sem hann fylgdi eftir alveg til enda.
0
Þegar ég talaði um að Holyfield hafi skallað, þá var ég nú aðallega bara að tala um þessa leiðindatækni sem hann notar (og hluti af hennier að skalla), ég meinti ekki að Holyfield hafi verið sískallandi en það getur enginn neitað því að hann hafi gert svolítið af því. Í sambandi við Bubba þá verður að viðurkennast að hann hoppar oft á milli skoðanna og hef ég líka heyrt hann segja að það hafi verið nánast ófyrirgefanlegt af Tyson að bíta.. því vil ég nú ekki meina að við séum heilaþvegnir af Bubba.
Skaur: alveg rétt hjá þér með fyrstu loturnar hjá Tyson. en samt…
0