Mike Tyson sýndi gamla takta í Memphis aðfaranótt sunnudags egar hann gjöreyddi Clifford Etienne á 49 sekúndum!
Etienne, djarfur sóknarboxari, ákvað að koma beint inn í Mike Tyson og skiptast á höggum sem varð til þess að báðir menn runni og féllu niður…Stuttu eftir það kom Tyson inn ótrúlegri hægri handar höggi sem sendi Etienne niður. Dómarinn taldi upp að tíu og bardaginn búinn!
Tyson hjálpaði síðan Etienne á fætur og þeir skiptust á virðingarorðum.
Eftir bardagann sagði Tyson m.a. að hann hefði barist með brotið bak eftir gamalt mótorhjólaslys og aðspurður hvort hann hefði verið í einhverju formi til að berjast þetta kvöld þá svaraði hann hreint og klárt “nei”, en hann sagðist hafa verið skuldbundinn til að berjast, hann skuldaði aðdáendum sínum það og hann skuldaði Etienne það þarsem að hann taldi það vera vanvirðingu ef að karlmaður neitaði að berjast við mann.
Tyson sýndi mjög mikla auðmýkt og virðingu eftir bardagann þarsem hann féll á hné og bað til Allah, eitthvað sem maður hefur ekki séð síðan hann vann Frank Bruno og Bruce Sheldon forðum daga. Hann hafði ekkert nema gott og virðingarvert að segja um Etienne og var almennt mjög andlegur og trúarlegur í tali sínu sem markar viss þáttaskil í ferli Tysons. Hann virðist vera búinn að finna hamingju og tilgang í lífinu.
Tyson sagðist ekki vera tilbúinn í Lewis alveg strax og sagðist vilja helst 2 bardaga fyrst. Líklegt verður þá að teljast að annar þeirra verði á móti Evander Holyfield. Þ.e. ef að hann kemst að samkomulagi við erkióvin sinn, Don King.
Tyson leit vel út þessar 49 sekúndur sem við sáum hann, hann hreifði sig, stakk og sló fáeinar fléttur. Svona skammur tími segir að sjálfsögðu afskaplega lítið en þetta var akkúrat það sem Tyson þurfti til þess að koma til baka úr þessu skelfilega tapi gegn Lennox Lewis síðastliðin júní.
Hvaða áhirf þetta hefur svo á heildarmyndina mun tímin aðeins leiða í ljós.