Island Danmörk 8, mars Ég ákvað að henda inn smá uppfærslu á Ísland – Danmörk í
Laugardaldhöll 8. mars.

Laugardagurinn 8. mars 2003 verður ritaður í sögubækur því þann dag mun fara fram fyrsta keppni í hnefaleikum sem haldin hefur verið hérlendis síðan 1956.

Danskir hnefaleikarar fá heiðurinn af því að vera þeir fyrstu til að sækja okkur heim og berjast fyrstu bardagana við Íslensku strákana.

Ari Þór Ársælsson meiddist á æfingu síðastliðinn föstudag og getur væntanlega ekki keppt svo ekki er búið að velja mann í hans stað.

Einnig er Valli (Valþór Valdimarsson) kominn inn í hópin enda en Valli hefur góða reynslu síðan hann var í námi í Bandaríkjunum og bæði æfði stíft og keppti með góðum árangri,

Boxbardagarnir á skrá eru því

Marta Rikke Tuxen Svendsen
Roland Þór Fairweather Thomas Bjerrgárd
Valþór Valdimarsson Egill Thorbergsson
?????????????(Ari meiddur) Mads Christianssen
Stefán Breiðfjörð Libian Abdi
Arnar Bjarnason Khaled Hadi
Helgi Jacobsen Jaan Beer Nielsen
Ingólfur Snorrason Nicolaj Thogersen

Klukkan 20:00 opnar húsið og þá munu nokkrir vera nokkrir alíslenskir bardagar en ég birti nöfnin á þeim sem berjast síðar í vikunni. Klukkan 21:00 byrjar svo Ísland Danmörk og er dagskráin áætluð til miðnættis.

Þarna veður líka fyrsti opinberi muay thai bardaginn þar sem Árni Ísaksson berst við Fredie Aardenburg frá Hollandi. Þess má geta að Árni er nýkominn frá London þar sem hann tók þátt í stóru móti þar sem hann gerði sér lítið fyrir og rotaði andstæðing sinn á 48 sekúndum!

Árni “úr járni” Ísaksson Fred Aardenburg


Eins og að þetta væri ekki nóg mun Bob Schrijber vera sérstakur gestur keppninna en hann hefur barist meira en 130 bardaga um allan heim jafnt í kickboxi, frjálsum bardaga svo og cagefight og er fyrrum heimsmeistari í blönduðum bardaga . Bob kemur ásamt eiginkonu sinni Irmu Verhoeff sem er engin aukvisi og hefur barist meira en 46 bardaga. Með þeim kemur Marco Merodio sem keppir við Thomas Frederikssen frá Danmörku í blönduðum bardaga.


Frjáls bardagi er ein vinsælasta keppnisgreinin um all evrópu í dag, þar sem ólíkir stílar mætast í hringnum. Í blönduðum bardaga eru leyfð. Högg, spörk, lásar og tök, þetta er eitthvað sem hefur aldrei sést áður á Íslandi!

Marco Merodio Thomas Frederikssen


Í höllinni 8. mars verður því ekki eingöngu frumraun í boxinu heldur líka í muay thai og frjálsum bardaga.

Miðar verða seldir í forsölu í öllum verslunum 10-11 og hefst miðasalan á þriðjudag, miðaverð í forsölu er 1990 - 2990 kr eftir staðsetningu.