
Tyson gegn Etienne kominn aftur á !!
Það er skammt stórra högga á milli því nú hefur verið ákveðið að
bardaginn milli Tyson og Etienne fari fram í Pyramid Arena í
Memphis á laugardaginn. Það eru ekki nema nokkrar klukkustundir
síðan viðureignini var aflýst en samkvæmt fréttum Fightnews
hringdi Tyson í Shelley Finkel umboðsmann sinn og sagðist
vilja berjast og mun hann fljúga með einkaþotu til Memphis í
kvöld. Þetta er að verða eins og farsi en nú vonar maður að þetta
standi svo maður geti farið að hlakka til.